Orð og tunga - 2020, Page 140
128 Orð og tunga
Nýja útgáfan býður ekki aðeins upp á leit í uppflettiorðum eða
rit myndum, heldur einnig í heimildaskrá og þannig er auðvelt að
nálg ast öll dæmi sem orðtekin hafa verið í ákveðinni heimild. Þegar
leitað er eftir orðum er boðið upp á að þrengja leitina svo aðeins komi
fram dæmi frá ákveðnu tímabili. Í heimildaleit er hægt að leita eftir
aldri heimildar og nöfnum höfunda og þýðenda. Í dæmalista geta
not endur hlaðið niður dæmum í töfluskrá sem opna má í töflureikni.
Loks geta notendur safnað einstökum dæmum í sinn eigin dæmalista
og hlaðið þeim lista niður.
Nýyrðavefurinn
Á degi íslenskrar tungu 2018 var Nýyrðavefur Stofnunar Árna Magnús
sonar í íslenskum fræðum opnaður á vefslóðinni nyyrdi.arnastofnun.is.
Þeim vef er ætlað að vera vettvangur fyrir almenning til að koma ný
yrð um á framfæri. Vefnum er ekki ætlað að vera uppflettivefur með
sam þykkt um eða viðurkenndum nýyrðum heldur frekar að vera
stað ur til að birta tillögur að nýyrðum og samræðuvettvangur um
þau. Þau nýyrði sem notendur senda inn safnast fyrir í ritstjórnarkerfi
þar sem þau bíða samþykkis ritstjóra fyrir birtingu. Hverju nýyrði
geta fylgt skýringar, ein eða fleiri, ásamt dæmum og vísun í heimild
ef orð in hafa birst á prenti eða á netmiðli.
Notendur geta skráð athugasemdir um birt nýyrði á vefnum og
gef ið þeim einkunn í formi þumals sem annaðhvort vísar upp eða
nið ur og er þar um beina skírskotun til samfélagsmiðla að ræða. Ný
yrða vefurinn sker sig því þannig frá hefðbundnum orðasöfnum stofn
un ar innar þar sem á honum fær talsverður léttleiki að ríkja. Fyrsta
árið voru um 400 nýyrði frá notendum birt á vefnum.
Íðorðabankinn
Íðorðabanki Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, áður Orða
banki Íslenskrar málstöðvar, var opnaður í október 2019 í nýrri mynd.
Í Íðorðabankanum má fletta upp um 178.000 hugtökum í 66 orða
söfnum sem hvert fyrir sig tengist ákveðnu sérsviði. Nýtt viðmót
Íðorðabankans býður upp á leit í öllum hugtökum án þess að þörf sé
á að velja leitarmál. Þegar notendur leita, hvaða tungumál sem þeir
nota, fá þeir strax tillögur að niðurstöðum í sprettiglugga þar sem sést
í hvaða orðasöfnum niðurstöður er að finna og á hvaða tungumálum.
Í niðurstöðulista má síðan sía eftir einstökum orðasöfnum og raða
eftir tungumálum. Notendur geta þannig smellt á orðasafnshnapp og
tunga_22.indb 128 22.06.2020 14:03:54