Orð og tunga - 2020, Page 142
130 Orð og tunga
Stærsta nýjungin er möguleikinn á að sjá samheiti við flestar flettur
orðabókanna. Samheitin eru fundin sjálfvirkt með því að bera saman
öll markmál ISLEX nema færeysku. Til að finna möguleg samheiti
íslensks orðs eru jafnheiti orðanna á hinum tungumálunum skoðuð
og reynt að finna önnur íslensk orð sem hafa sömu jafnheiti. Þannig
fæst nokkuð góður listi líklegra samheita en þó er sá fyrirvari gefinn
á vefsíðunni að um sjálfvirkan lista sé að ræða og því geti verið að
sumar samheitatillögurnar eigi ekki við. Til að tryggja að samheitin
séu sem réttust er færeysku sleppt úr samanburðinum því í færeysku
og íslensku eru mörg orðin eins en merkingin ekki alltaf sú sama.
Þessi möguleiki er notaður bæði í ISLEX og Íslenskri nútímamáls
orðabók en í báðum tilfellum er gagnagrunnur ISLEX notaður til að
finna samheitin.
Skrá um orðasambönd
Nýr vefur með skrá um orðasambönd fór í loftið í lok árs 2019.
Skráin er unnin upp úr dæmum úr Ritmálssafni Orðabókar Háskólans
og byggist því á textum frá miðri 16. öld og fram til loka 20. aldar. Í
skránni má finna um 130.000 orðasambönd. Hægt er að leita í skránni
eftir lykilorðum, sem eru veigamestu orðin í hverju orðasambandi,
eða með strengjaleit í texta. Við leit birtist listi yfir þau orðasambönd
sem tengjast viðkomandi lykilorði og í listanum má sjá önnur lykilorð
hvers orðasambands. Þau lykilorð er svo hægt að smella á til að fikra
sig áfram um vefinn. Orðasambandaskráin er aðgengileg á vefslóðinni
ordasambond.arnastofnun.is.
Málheildarvefir
Vorið 2018 var ný textamálheild, Risamálheildin, opnuð á vefnum
eins og gerð var grein fyrir í 21. hefti Orðs og tungu (Steinþór Stein
gríms son 2019). Í tengslum við málheildina hafa þrír vefir verið opn
að ir. Fyrst ber að telja leitarvélina á malheildir.arnastofnun.is. Þar er
hægt að leita í textunum með fyrirspurnum sem byggja á mál fræði
og skoða þannig breytileika í setningagerð, beygingar, orð mynd un,
merkingarbreytingar og svo má áfram telja. Málheildin og leitar
vefurinn gerbreytir aðstöðu málfræðinga til rannsókna á því hvernig
íslenskt mál er notað í ritmáli.
Í tengslum við Risamálheildina rekur stofnunin líka tvo aðra vefi. ord
tidni.arnastofnun.is veitir upplýsingar um tíðni orða í málheildinni allri
eða tilteknum undirmálheildum. Þar er hægt að skoða tíðni orðmynda
tunga_22.indb 130 22.06.2020 14:03:54