Orð og tunga - 2020, Síða 153
Ritfregnir 141
kerfi og hvernig þær móta afstöðu málnotenda til málstýringar og
málvöndunar; í „Mál og stýring“ segir höfundur m.a. frá íslenskri
málstefnu, setur hana í alþjóðlegt samhengi og veltir fyrir sér gildi
henn ar fyrir íslenskt samfélag; í „Málræktarfræði“ fjallar hann um
fræði legt gildi málræktarfræðinnar og nefnir dæmi um áhugaverð
rann sóknar efni; í „Málhreinsun“ setur Ari Páll hreintungustefnu Ís
lend inga í alþjóðlegt og sögulegt samhengi auk þess sem hann velt
ir fyrir sér áhrifum hennar á íslenska málnotkun; í „Málauðgun“
beinir hann sjónum að nýyrðum og endurnýjun orðaforðans; í „Mál
og þjóð“ fjallar hann um tengsl sjálfsmyndar þjóða og tungumáls; í
„Mál og mat“ reifar höfundur að lokum mat fólks á málnotkun og
viðhorf fólks til mismunandi málaðstæðna. Aftast í bókinni er ítarleg
heimildaskrá þar sem höfundur tilgreinir bæði rit sem vísað er til í
bókinni og ýmis önnur rit sem gætu vakið athygli lesenda sem vilja
afla sér frekari upplýsinga um rannsóknarefni bókarinnar.
Nafnfræði
The Oxford Handbook of Names and Naming. Ritstjóri: Carole Hough,
með aðstoð frá Daria Izdebska. Oxford: Oxford University Press.
2016. (771 bls.). ISBN 9780199656431.
Bókin sem ritstýrt er af Carole Hough, prófessor í nafnfræði við
Háskólann í Glasgow, inniheldur prýðilegt safn greina eftir fjöl
marga nafnfræðinga. Hún er ætluð sérfræðingum sem og öðrum
sem áhuga hafa á ýmsum greinum nafnfræðinnar. Markmið hand
bókarinnar er að gefa yfirlit yfir stefnur og strauma í nafnfræði,
ólíkar aðferðafræðilegar nálganir og nýjustu hugtökin. Einnig er
leitast við að sýna hversu mikilvægu hlutverk nafnfræði gegnir á
ýmsum öðrum fræðasviðum eins og t.d. í fornleifafræði, hugrænni
sálfræði, mállýskufræði, landfræði, sagnfræði, sögulegri málfræði,
lögfræði, orðabókarfræði og trúarbragðafræði. Við val á greinum
var aðallega lögð áhersla á örnefnafræði og mannanafnafræði, en
nokkrir kaflar fjalla um nýlegar rannsóknir á sviði félagsnafnfræði
(e. socioonomastics) og rannsóknir á öðrum nafnflokkum eins og
t.d. bátanöfnum og örnefnum í sólkerfinu. Því miður koma Ísland,
íslensk nöfn og íslenskir nafnfræðingar lítið við sögu í bókinni. Með
örfáum undantekningum beinist athyglin að nöfnum og menningu
Vesturlanda. Þrátt fyrir þessa annmarka er bókin mikið afrek og mun
hún verða grundvallarrit nafnfræðinga og nafnfræðinema um langa
hríð. Aftast í ritinu er bæði heimildaskrá og nafnaskrá.
tunga_22.indb 141 22.06.2020 14:03:54