Íþróttablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 17
bjöm Jensson, „varnarsérfræð-
ing“ til að lappa upp á vömina og
auka hæð liðsins á vallarmiðj-
unni.
Raunhæfir möguleikar
að verða í einu af sex
efstu sætunum
Hverjir eru svo raunhæfir
möguleikar íslenska landsliðsins í
B-keppninni sem framundan er?
Eitt er víst að ef riðlamir þrír eru
vandlega skoðaðir kemur í ljós að
íslenska landsliðið hafði heppn-
ina með sér þegar dregið var. Til
að mynda hefði róðurinn orðið
enn þyngri og raunar mun þyngri
ef ísland hefði lent í riðli með
Ungverjum og Svíum eða þá
Vestur-Þjóðverjum og Tékkum.
í fljótu bragði sýnist mér einn-
ig að ieikjaröð íslenska landsliðs-
ins sé afar hagstæð. Fyrsti leik-
urinn er gegn Spánverjum sem
telja verður sigurstranglegasta í
þessum riðli. Spánverjar verða
mjög taugaóstyrkir í þessum leik,
því að hjá þeim kemur ekkert
annað til greina en sigur og víst er
að þeir óttast íslenska liðið. ís-
lendingar ættu því að geta leikið
nokkuð óþvingað í þessum leik.
Þeir hafa allt að vinna og engu að
tapa. Með þessu hugarfari og
toppleik af hálfu íslenska lands-
liðsins gætu óvænt úrslit litið
dagsins ljós. Annar leikur fslend-
inganna er gegn Svisslendingum.
Bæði liðin gera sér fulla grein
fyrir að um úrslitaleik í riðlinum
verður að ræða fyrir þau og sigur
í þessum leik mun tryggja sæti í
sex liða úrslitunum. Ég er þeirrar
skoðunar að íslenska landsliðið
sé um þessar mundir sterkara en
það svissneska. Það hafa orðið
miklar mannabreytingar hjá
þeim frá síðustu heimsmeistara-
keppni. í vetur hefur þeim ekki
vegnað vel og varla unnið lands-
leik gegn sér sterkari þjóðum. í
sumar þegar þjóðimar léku sam-
an varð jafntefli, en íslenskur
sigur hefði verið sanngjam. Gáfu
júgóslavneskir dómarar Sviss-
Tel að
íslenska
liðið eigi
raunhæfa
mögu-
leika í
4. sæti
lendingum vítakast á silfurbakka
í lok leiksins. Síðasti leikur ís-
lendinga í undankeppninni verð-
ur gegn Belgíumönnum og eru
þeir tvímælaiaust slakasta liðið í
keppninni. í þeim leik kemur
aðeins íslenskur sigur til greina.
Ef við gerum því skóna að ís-
lendingar komist áfram í sex liða
úrslitin, eigum við að segja með
Spánverjum, þá eru reglur
keppninnar þannig að stigin í
innbyrðisviðureign þjóðanna
gilda. Ef Spánverjar sigra í leikn-
um við íslendinga fara þeir með
tvö stig í aðalkeppnina, verði
jafntefli skiptast stigin og ef ís-
lendingar sigra Spánverja fá þeir
vitanlega tvö stig í sarpinn.
í sex liða úrslitunum leikur
hvert lið fjóra leiki. íslendingar
léku (ef þeir komast áfram)
sennilega við Ungverja, Svía,
Vestur-Þjóðverja og Tékka.
Komist íslenska liðið á annað
borð áfram er það til alls líklegt
og ég leyfi mér að vera svo bjart-
sýnn að spá liðinu fjórða sæti, en
það er sami árangur og það náði í
forkeppni fyrir síðustu Ólympíu-
leika,en þá fór keppnin fram á
Spáni.
Ef svo færi að íslenska liðið
kæmist ekki áfram í sex liða úr-
slitin yrði það að leika um sætin
6—12. Sömu reglur gilda um þá
keppni og keppnina um sex
fyrstu sætin. Fjórir leikir á lið og
stigin gilda áfram úr riðlunum.
íslendingar myndu þá væntan-
lega leika við ísraela, Búlgari,
Frakka og Hollendinga. Umfram
allt yrði íslenska liðið að gæta
þess að lenda ekki neðar en í átt-
unda sæti, því ella fellur það úr
B-hópnum niður í C-hóp. Jafnvel
svartsýnustu menn trúa því ekki
að svo geti farið.
Það er kunnara en frá þarf að
segja að margir þættir stórir og
smáir eiga eftir að ráða því
hvemig útkoma íslenska lands-
liðsins verður. Hér mætti nefna:
Hvemig verður dagsform
íslenska liðsins í leikjunum við
Spánverja og Svisslendinga?
Hvemig dæma dómaramir? Nær
íslenska liðið upp réttri baráttu?
Ræður liðsheild eða einstakl-
ingsframtak ríkjum? Smellur
vörn liðsins saman? Nær liðið að
leika agaðan og beittan sóknar-
leik? Verður liðið andlega í góðu
jafnvægi, spennustig rétt og leik-
menn ekki of taugaóstyrkir?
Hvemig bregst Hilmar landsliðs-
þjálfari við í erfiðum stöðum í
leikjunum? Verður rétt „taktik“
lögð upp? Hvað er rétt „taktik“?
Heppni? Verður heppnin með ís-
lenska liðinu og á mikilvægum
augnablikum? Það er oft sagt að
heppnin fylgi góðu liðunum. Við
skulum svo sannarlega vona að
hún fylgi íslenska liðinu.
Þá er aðeins eftir að spá
Framhaldábls. 81
17