Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 19

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 19
fram og stunda íþrótt sína vel og vera til fyrirmyndar á keppnis- velli sem utan. „Til ykkar er litið og með ykkur er fylgst sem fyrir- mynd annarra, og til ykkar verða gerðar kröfur,“ sagði Sveinn í ávarpi sínu. Hann vakti einnig athygli á því að mörg og stór verkefni bíða íslensks íþrótta- fólks, m.a. Ólympíuleikamir í Los Angeles árið 1984. Magnús Hreggviðsson stjómarformaður Frjáls framtaks hf. fjallaði um eigendaskipti fyrirtækisins á árinu og samskipti fyrirtækisins við Íþróítasamband íslands sem hann sagði að hefðu verið einstaklega ánægjuleg og snurðulaus. Hann sagði að rekstrarstaða íþróttablaðsins væri erfið — blaðið þyrfti fleiri áskrifendur til þess að unnt væri að gefa út stærra, betra og vand- aðra blað og sagði að fyrirtæki sitt hefði fullan hug á því að gera átak til útbreiðslu blaðsins í sam- vinnu við íþróttasamband ís- lands. Hreggviður Jónsson þakkaði boðið og verðlaunaveitinguna fyrir hönd sérsambandanna, tók undir orð Sveins Bjömssonar að slík verðlaunaveiting væri áhugavekjandi fyrir íþróttafólkið og hvetjandi. íþróttamenn ársins í tíu ár í tilefni tíu ára afmælis verð- launaveitingar íþróttablaðsins er vert að rifja lítillega upp sögu verðlaunaveitingarinnar og hverjir hafa hlotið verðlaun til þessa. Þegar verðlaunaveitingin var fyrst tekin upp var Sigurður Magnússon ritstjóri íþrótta- blaðsins og Jón Birgir Pétursson fulltrúi Frjáls framtaks hf. við útgáfu þess, en Frjálst framtak hafði þá nýlega tekið við útgáfu blaðsins. Ætlunin með verð- launaveitingunni var sú að heiðra það íþróttafólk sem fram úr hafði skarað í hinum ýmsu íþrótta- greinum sem iðkaðar eru innan íþróttasambands íslands. Sam- tök íþróttafréttamanna höfðu um árabil staðið fyrir vali á „íþrótta- manni ársins", og gera enn en oft höfðu íþróttamenn í ýmsum greinum orðið alveg afskiptir í því kjöri. Segja má, að allt frá upphafi hafi verðlaunaveiting íþrótta- blaðsins heppnast með miklum ágætum. Sá háttur hefur jafnan verið hafður á, að stjómir sér- sambandanna hafa valið þá íþróttamenn sem tilnefningu hljóta, hver í sinni íþróttagrein. Þó hefur eitt sérsambandið, Handknattleikssamband íslands, ekki staði'ð að tilnefningu, heldur hefur sérstök dómnefnd jafnan valið „handknattleiksmann árs- ins“. Að þessu sinni valdi dóm- nefnd einnig borðtennismann ársins, þar sem ekki var samstaða Frá verðlaunaveitingurwi árið 1976. Á myndinni eru margir þekktir íþróttakappar sem hlutu verðlaun það árið, svo og Gísli Halldórsson þáverandi forseti ÍSÍ, Jóhann Bríem þáverandi forstjóri Frjáls framtaks og Sigurður Magnússon sem þá var ritstjóri íþróttablaðsins. 19

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.