Íþróttablaðið - 01.02.1983, Síða 23
Frá kvöldveðrðarboðinu í ár. Á myndinni er m.a. Jón Ármann Héðinsson, Gísli Halldórsson, Þorsteinn
Bjarnason, Ellert B. Schram, Ólafur Schram (hjá Adidas-Umboðinu Jón Erlendsson og Jóhannes
Sæmundsson. f horninu má sjá Þórð Þorgeirsson.
ins tvívegis og segir það ef til vill
nokkra sögu um breiddina í
þessari íþróttagrein. Nú varð fyr-
ir valinu Kristján Arason úr FH
— einn af lærisveinum Geirs
Hallsteinssonar sem varð fyrir
valinu fyrir tíu árum. Kristján átti
mjög gott keppnistímabil og varð
t.d. markahæsti maður íslands-
mótsins og drjúgur liðsmaður ís-
lenska landsliðsins, þannig að val
hans þurfti ekki að koma á óvart.
íþróttamaður fatlaðra
Það var árið 1977 að fatlaðir
íþróttamenn bættust í hópinn við
val á íþróttamanni ársins. Fatl-
aðir íþróttamenn hafa staðið sig
með mikilli prýði á alþjóðlegum
vettvangi og má raunar undur
heita hve framfarir þeirra hafa
orðið miklar ef þess er gætt að
skammt er síðan að fatlaðir tóku
að stunda íþróttir hérlendis.
Amór Pétursson er eini fatlaði
íþróttamaðurinn sem valinn hef-
ur verið íþróttamaður ársins tví-
vegis. Nú varð Elísabet
Vilhjálmsdóttir fyrir valinu, en
hún hefur náð framúrskarandi
árangri í bogfimi undanfarin ár
bæði heima og erlendis. Afrek
hennar er ef til vill enn meira
vegna þess að hún er komin af
þeim aldri sem venjulega er kall-
aður keppnisaldur og sýnir hvað
hægt er að gera ef vilji og dugn-
aður er fyrir hendi.
Júdómaður ársins
Bjarni Friðriksson hefur verið
stórtækur á titilinn júdómaður
ársins, þar sem hann hlaut hann
nú í fjórða sinn. Þetta þarf þó
engan að undra sem fylgst hefur
með júdó á íslandi undanfarin ár,
en þar hefur Bjarni verið fram-
úrskarandi og náð geysilega góð-
um árangri á mótum erlendis.
Segja gullverðlaun frá síðasta
Norðurlandamóti og tvenn
silfurverðlaun e.t.v. mesta sög-
una um afrek hans. Auk Bjama
Úr hófi fyrir nokkrum árum. A myndinni eru m.a. Skúli Óskarsson lyft-
ingamaður, Þórunn Alfreðsdóttir sundkona, Steinunn Sæmundsdóttir
skíðakona og Gísli Þorsteinsson júdómaður.
23