Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 26

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 26
Badmintonmaður ársins Tapaði aðeins einni keppni á íslandi og stóð sig vel erlendis Broddi Kristjánsson ber tit- ilinn „badmintonmaður árs- ins 1982“ en sama titil hlaut hann einnig 1981. Þá varhann íslandsmeistari bæði í ein- liðaleik og tvíliðaleik karla. Það afrek lék hann eftir 1982 og bætti þriðja íslandsmeist- aratitlinum við í tvenndar- keppni. Fyrir það og bestan árangur íslendinga í badmin- tonkeppni hér og erlendis, vafðist það ekki fyrir stjórn badmintonsambandsins að tilnefna Brodda „badminton- mann ársins“. Broddi er einbeittur og ákveðinn og stundar badmin- toníþróttina af eldmóði. Hann fékk fyrst spaða í hönd sjö ára, enda voru foreldrar hans bæði drifkraftar í badmintoníþrótt- inni og móðir hans margfald- ur íslandsmeistari. Broddi er nú 22 ára, nemur íslensk fræði við Háskólann, æfir badmin- ton daglega og hyggst í engu slaka á í íþrótt sinni. — Fyrir utan íslandsmeist- aratitlana þrjá er það minnis- stæðast frá árinu 1982 að ís- lenska landsliðinu tókst að vinna sig úr fimmta og neðsta riðli Evrópuþjóða í badmin- ton í fjórða riðil, sagði Broddi. — Við vorum hársbreidd frá þessu takmarki 1981 en náð- um því í fyrra. í neðsta riðlin- um mættum við landsliðum Sviss, Júgóslavíu, Frakklands Broddi Kristjánsson, TBR — ,,badmintonmaður ársins“ annað árið í röð og hann var nær ósigrandi á mótum á íslandiá árinu 1982. og Ítalíu og unnum öll þessi lið í fimm leikja keppni. Síðan lékum við móti landsliði Finna, sem orðið hafði neðst í 4. riðli, um sæti í 4. riðlinum. Ég tapaði í ein- liðaleik karla en átti aðild að sigri í tvíliðaleik karla. í kvennaflokki unnu þjóðimar sinn hvorn sigurinn í einliða- og tvíliðaleik. Úrslitin réðust því í tvenndarkeppni sem við Þórdís Edwald lékum af hálfu íslands. Við töpuðum fyrstu lotu 12:15, en unnum næstu tvær 15:8 og 15:6 og þar með leikinn — og sætið í 4. riðli. Það var kærkominn áfangi og ánægjulegur, sagði Broddi. Langþráðu takmarki var náð. Hann tók einnig þátt í ein- staklingskeppni í sambandi við áðurnefnda Evrópu- keppni. Komst hann í þriðju Badmintonmaður ársins 1973: Haraldur Komelíuss.. TBR 1974: Lovísa Sigurðard., TBR 1975: Haraldur Komelíusson, TBR 1976: Sigurður Haraldsson, TBR 1977: Sigurður Haraldsson. TBR 1978: Jóhann Kjartansson, TBR 1979: Jóhann Kjartansson, TBR 1980: Kristín Magnúsdóttir, TBR 1981: Broddi Kristjánsson, TBR 1982: Broddi Kristjánsson, TBR 26

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.