Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 27

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 27
 Broddi Kristjánsson umferð og var sá eini af ís- lensku keppendunum, sem komst upp úr 1. umferð. Vann Broddi fyrst írskan leikmann, en írar standa framarlega í badminton, síðan vann hann Svisslending, en tapaði í 3. umferð fyrir sænskum leik- manni. „Kínverski þjálfarinn hefur lyft íþróttinni á íslandi.” Á Norðurlandamóti í Dan- mörku vann Broddi finnskan keppanda í 1. umferð. í 2. umferð mætti hann Evrópu- meistaranum Jens Peter Nier- hof og tapaði 15:10 og 15:1. Þá átti Broddi sinn góða þátt í að sveit TBR náði 6. sæti í Evrópukeppni félagsliða í Belgíu. Þar vann sveit TBR lið Skotlands og Júgóslavíu, en tapaði fyrir liði Hollands, sem hlaut 2. sætið í keppninni á eftir Dönum. Réði leikurinn við Holland því að TBR-sveitin hlaut 6. sætið. Skrautfjöður er það í hatti Brodds, að á heimavelli vann hann sigur í öllum opnum mótum, en tapaði aðeins einni lokaðri keppni fyrir Guð- mundi Adolfssyni. — Ég legg mest upp úr ein- liðaleiknum, sagði Broddi, — og lít björtum augum til framtíðarinnar. Kínverskur þjálfari sem TBR hefur haft í tvö ár hefur mjög lyft bad- mintoníþróttinni á íslandi og markað tímamót. Aðstaða TBR til æfinga er góð og þegar ÍBroddi í leik. Einbeitni skín ekkert að gefa eftir. saman fer góð aðstaða og góður þjálfari er það okkar að sýna árangurinn. Þegar íþróttablaðið hafði samtal við Brodda 17. janúar var hann á förum daginn eftir til Sviss þar sem íslenska landsliðið átti að verja heiður íslands í 4. riðli Evrópu- keppninnar. Fyrir dyrum stóðu landsleikir við Sviss, úr svipnum og það á greinilega Austurríki og Noreg, allt tví- sýnir leikir sem vitað var að gátu allir farið á hvorn veginn sem var. En íslenska landslið- ið í badminton hefur hafið gönguna upp metorðastigann frá botnriðli Evrópuþjóða. Það er áfangi sem Broddi Kristjánsson á mikinn þátt í. —A.St. 27

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.