Íþróttablaðið - 01.02.1983, Síða 34
Glímumaður ársins
Sjónvarpið og kennsla í skól
— segir Pétur Yngvarsson „glímumaður ársins”
„Ætli það hafi ekki verið
sigur minn í Íslandsglímunni,
sem mestu hefur ráðið um
valið,“ sagði Mývetningurinn
Pétur Yngvason, sem stjóm
Glímusambandsins tilnefndi
sem „glímumann ársins
1982.“
Þetta er í þriðja sinn sem
Pétur hlýtur „árstitilinn“.
Hann var glímumaður ársins
1975 og aftur 1980. í fyrra
hlaut tvíburabróðir hans, Ingi
titilinn.
Það var heldur dauft hljóð-
ið í Pétri varðandi gang mála
með glímuíþróttina, er við
ræddum við hann símleiðis.
— Við sem í þessu höfum
staðið erum að letjast og því
miður má þá segja að dautt sé
á bak við okkur. Glímu-
kennslu í skólum hér hefur
verið hætt, en það var m.a.
hún sem kom okkur á sporið.
Glíman virðist eiga mjög í vök
að veijast fyrir öðrum grein-
um íþrótta, eins og hópíþrótt-
unum. Einnig virðist t.d. judó
hafa meira aðdráttarafl, þó
slíkt sé vonandi tímabundið
tískufyrirbrigði.
Pétur kvaðst ekki af eigin
raun hafa kynnst öðrum
íþróttum, aðeins séð þær t.d. í
sjónvarpi. Að hans dómi er
karate áhugaverðara en judó.
— Þingeyingar muna tím-
ana tvenna um vinsældir
glímunnar. Hér áður fyrr
glímdu nánast allir. Okkur
strákunum voru sagðar sögur
af bændunum hér í kring, sem
dorguðu á Mývatni hópum
saman á vorin. Þeir gerðu sér
það til daglegrar skemmtunar
að fara í land og taka bænda-
Tvíburabræðurnir Pétur (t.v.) og Ingi Yngvarssynir hafa skipt
titlinum ,,glímumaður ársins“ bróðurlega á milli sín á und-
anförnum árum.
glímu. Alls staðar var glímt og
hvergi mannamót án glímu.
Eins og fyrr segir eru þeir
tvíburabræður Pétur og Ingi
sem verið hafa glímumenn
ársins 1980 og 1981 og Pétur
aftur tilnefndur nú. Þeir hafa
mjög haldið glímunni á lofti í
Þingeyjarsýslu ásamt Krist-
jáni bróður þeirra. Faðir
þeirra bræðra Yngvi
Kristjánsson var góður glímu-
maður en keppti tiltölulega
lítið. Frægð og ljómi er hins
vegar um nafn afa þeirra
Kristján Helgason og bróður
hans Stefán frá Haganesi. Þeir
voru nafntogaðir þegar vegur
glímunnar var sem mestur í
Þingeyjarsýslu.
— Ég er ráðinn í að verða
með á mótum í vetur, sagði
Pétur. — Ég hef þó ekki kom-
ist á neina æfingu ennþá. Æf-
ingamar eru nýlega skipu-
lagðar og rétt að hefjast.
Ég held að við verðum með
í vetur bræðumir þrír, svo og