Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 36

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 36
Körfuknattleiksmaður ársins Linda Jónsdóttir— fyrsta konan sem hlýtur titilinn „körfuknattleiksmaður ársins. Körfuknattleiksmaður ársins keppir líka í blaki og fót- bolta og hefur orðið íslands- meistari í frjálsum íþróttum — Það kom mér og öðrum í kvennaliðum körfuknattleiks- ins alveg á óvart að kona skyldi verða fyrir valinu er stjóm KKÍ valdi „körfuknatt- leiksmann ársins 1982“, sagði Linda Jónsdóttir, 26 ára gam- all íþróttakennari við Varmárskóla í Mosfellssveit. Hún er fyrst kvenna til að hljóta titilinn í kprfuknattleik. — Að ég skyldi verða fyrir valinu hlýtur að vera af því að stjómarmennimir telja mig eins góða eða betri en aðrar og mér þykir vænt um viður- kenninguna. Linda Jónsdóttir byrjaði körfuboltaiðkun á Patreks- firði. Þá var það tíska þar að allir unglingar fóru í körfu- bolta. Allir voru í Herði og allir æfðu í litlum sal á staðn- um, sem var nógu stór fyrir körfuknattleik. Linda komst snemma í kapplið, sem tapaði fyrst eins og gengur, en vann síðar sinn riðil og komst í úr- slitakeppni fyrir sunnan. Það var spennandi. En úrslitaleik- urinn gegn KR tapaðist. „Þá strengdi ég þess heit að fara ekki í KR,“ sagði Linda. — En það voru frægir karl- ar sem sáu um körfuknatt- leikinn á Patró í þá daga, bæði Guðni Kolbeinsson sem þjálfaði og læknirinn á staðn- um Þórir Arinbjamarson. Þeir fengu ýmsa flokka KR vestur til keppni. Þær heimsóknir milduðu hug minn til KR og þegar ég flutti til Reykjavíkur með foreldrum mínum lá leiðin beint í KR. Ég varð ís- 36

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.