Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 37

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 37
landsmeistari í 2. flokki með KR 1972/73 og byrjaði í meistaraflokki árið eftir. Við höfum oft orðið íslandsmeist- arar m.a. síðustu fjögur árin. Við ætlum auðvitað að vinna í vetur líka. Það er allt á góðri leið, mótið hálfnað og við höfum ekki tapað leik. Linda Jónsdóttir hefur lengi verið sá leikmaður í kvenna- liði KR sem flest stig hefur skorað í hverjum leik. Nú upp á síðkastið hefur Emelía Sigurðardóttir verið álíka dugleg að skora. Linda hefur mest skorað 42 stig í leik. Það gerðist í síðasta leik KR-liðs- insfyrir jólin gegn Njarðvík — rétt áður en kjör körfuknatt- leiksmanns ársins fór fram. Linda taldi að kjör sitt sem „körfuknattleiksmaður árs- ins“ væri viðurkenning til allra í kvennaflokkum körfu- knattleiksins. Hefur þátttaka kvenna mjög aukist, eftir að hafa dottið niður á tímabili, „þegar gleymdist að hugsa um yngri flokkana“ eins og Linda sagði. „Árangurinn af þeirri gleymsku varð að liðum í meistaraflokki kvenna fækk- aði úr sex í þrjú. Nú er allt á betra vegi í kvennaflokknum, komin mörg lið í 2. flokki og fimm lið í 1. deild kvenna,“ sagði Linda. Linda er fjölhæf íþrótta- kona, enda íþróttakennari. Hún þjálfaði 2. flokk KR í körfubolta 1979—80 ásamt Björgu Kristjánsdóttur. Sjálf hefur hún tekið þátt í frjálsum íþróttum, knattspymu og blaki auk körfuboltans og unnið afrek í öllum þeim greinum. Hún er í meistaraliði Þróttar í blakinu og verður þar áfram. Fijálsum íþróttum kynntist hún lítillega 16 ára gömul hjá ÍR á Melavelli en lítið var þá um keppni og hún hætti. Síðar hóf Linda aftur iðkun fijáls- íþrótta og nú með KA frá Akureyri. Var Linda mest með í hlaupum og 400 metrar hennar aðalvegalengd. Tví- vegis hefur hún orðið íslands- meistari í boðhlaupum innan- húss með KA. Loks hefur hún verið í kvennaliði KR í knattspymu sl. tvö ár, er þar bakvörður eða miðvörður. Linda er því óvenjulega fjölhæf íþrótta- kona. — Og hvað er framundan? — Við ætlum að vinna Is- landsmótið í körfuknattleik og síðan bikarkeppni kvenna. Reykjavíkurtitilinn höfum við þegar unnið. Hann unnum við ekki í fyrra, en þá urðum við íslands- og bikarmeistarar. Þá gæti hugsast að leið kvenna- liðs KR lægi til Bandaríkj- anna, en lið þar hafa lýst áhuga sínum við þjálfara Körf uknattleiksmaður ársins 1973: Kristinn Jörundsson, fR 1974: Kristinn Stefánsson, KR 1975: Kristinn Jörundsson, ÍR 1976: Jón Sigurðsson, Á 1977: Kristinn Jörundsson, ÍR 1978: Jón Sigurðsson, KR 1979: Guðsteinn Ingimarss., UMFN 1980: Toríi Magnússon, Val 1981: Símon Ólafsson, Fram 1982: Linda Jónsdóttir, KR Linda Jónsdóttir okkar, Stewart Johnson, á að við komum vestur. Það er óráðið. — Keppni erlendis freistar, en utanlands hef ég ekki keppt nema þrívegis. Fyrst með liði KR 1975 í London, þar sem við unnum alla leiki okkar. Síðan hef ég tvívegis farið með liði ÍR til keppni í Skotlandi. Hún varð erfiðari og árangur misjafnari. ÍR-liðið bauð tveimur utanfélagsstúlkum í keppnisferðina með sér og var með í för tvíburasystir mín Ema auk mín. — Það sem við körfuknatt- leikskonumar óskum helst er að komið verði á landsleikjum kvenna eins og karla. Það skapar metnað að komast í landslið og lyftir íþróttagrein- inni. Það hefur ekki nema einu sinni — 1974 — verið þjálfaður sérhópur til þátttöku í Polar Cup kvenna. Það var gert með stuttum fyrirvara og því lélegum árangri. Nú er gatan greiðari og meiri geta hjá íslenska kvenfólkinu. Vona ég að kvennanefnd KKÍ takist að hrinda í fram- kvæmd uppbyggingu lands- liðs og ákveðnum landsleikja- fjölda á hverju ári, sagði Linda Jónsdóttir, „körfu- knattleiksmaður ársins 1982“. A.St. 37

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.