Íþróttablaðið - 01.02.1983, Qupperneq 41
Þorstein Bjarnason
i, íslenska landsliðið sem gerði jafntefii við Hollendinga á
Laugardalsvellinum s.l. sumar. Fremri röð frá vinstri: Arnór
Guðjohnsen, Viðar Halldórsson, Karl Þórðarson, Trausti Har-
aldsson, Pétur Ormslev. Efri röð frá vinstri: Janus Guðlaugs-
son, Lárus Guðmundsson, Atli Eðvaldsson, Þorsteinn Bjarna-
son, Sævar Jónsson og Marteinn Geirsson.
blik og KA. Hjá okkur var
staðan í hálfleik 0:0. Þá frétt-
um við af því að Fram væri að
tapa fyrir ÍBV. Þá nægði
okkur jafntefli til að halda
sæti í fyrstu deild. Það var
erfiður síðari hálfleikur og
æsispennandi barátta nánast
við sekúndubrotin í lokin. En
það tókst, sagði Þorsteinn, og
hann átti ekki minnstan þátt í
því að ÍBK hélt velli.
— Annað sem vert er að
minnast er, að við komumst í
úrslitaleik Bikarkeppninnar,
en töpuðum þar fyrir Skaga-
mönnum. Það var hörkubar-
átta, en ég segi bara, betra
liðið vann.
Þorsteinn byrjaði að leika
knattspymu stuttu eftir að
hann lærði að ganga, og alltaf
frá því hann byrjaði að keppa
hefur hann staðið í markinu.
Þar nýtur hann sín vel, ræður
ríkjum á stóru svæði. Hann er
hávaxinn og ógnvekjandi og
sóknarmenn er að honum
sækja vita vel, að erfið þraut er
óleyst, þegar eftir er að koma
knettinum fram hjá honum í
netið. Þorsteinn er, þrátt fyrir
hæð, eldsnöggur og ver oft
meistaralega vel.
— Ég er ánægður með
markvarðastöðuna. Þeir segja
að markmaður sé alltaf að
læra nýjar kúnstir fram að
þrítugu, þá kunni hann allt og
byrji að nóta sín. Ég á eftir að
reyna, hvort þetta er rétt, segir
Þorsteinn.
Þorsteinn gerðist atvinnu-
maður hjá La Louvrier í
Belgíu um jólln 1978 og var í
Belgíu fram á mitt ár 1980, eða
18 mánuði. í sama liði lék
Karl Þórðarson frá Akranesi.
— Þetta var góð reynsla,
sagði Þorsteinn, og gaman að
kynnast því, hvemig atvinnu-
menn hafa það og æfa. Ég lék
með liðinu alla leiki þess í 1.
deild, en liðið féll í 2. deild.
Það ár byrjaði ég ekki nógu
vel í æfingaleikjum, komst
ekki í liðið og átti eftir það
erfitt uppdráttar. Mér var
boðinn annar og lakari samn-
ingur. Ég hafnaði og hélt
heim.
Þorsteinn er óvenjulegur
knattleikjamaður. Auk fót-
boltans byrjaði hann í hand-
Knattspynuimaður
ársins
1973: Guðni Kjartansson, ÍBK
1974: Jóhannes Eðvaldsson, Val
1975: Ámi Stefánsson, Fram
1976: Jón Pétursson, Fram
1977: Gfsli Torfason, ÍBK
1978: Karl Þórðarson, ÍA
1979: Marteinn Geirsson, Fram
1980: Matthías Hallgrímss., Val
1981: Guðmundur Baldurss.. Fram
1982: Þorsteinn Bjamason, ÍBK
bolta og kynntist einnig
körfubolta. Eftir veru í 3.
flokk í handbolta tók hann
körfuboltann fram yfir og
komst þar í fremstu röð. Þor-
steinn er einn af bestu mönn-
um Keflavíkurliðsins, sem
unnið hefur frækna sigra í
körfunni og var valinn í
landslið gegn Dönum í vetur,
en því landsliðssæti hafnaði
Þorsteinn.
— Mér fannst það rangt að
taka boðinu um landsliðssæti.
Ég hefði ekki leikið nema einn
leik með landsliðinu, og þá
hefði ég aðeins verið að taka
sæti frá öðrum, sem vill æfa
körfuboltann. Ég verð að
hætta í körfunni og velja fót-
boltann, það val er átakalaust.
Ein grein er nóg fyrir mig sem
alla aðra.
— Ég ætla af fullum krafti í
knattspyrnuna áfram. Við
erum með gott lið í Keflavík,
sem getur vel náð 3.—4. sæti.
En okkur vantar herslumun-
inn, og ég ætla að leggja mig
fram um að sá herslumunur
náist í sumar. Ég er orðinn
langeygur eftir góðum titli
með ÍBK-liðinu og á ég þá við
íslands- eða bikarmeistara-
titil. Ég reyni svo að halda
sætinu mínu í landsliðinu. Þar
er góður andi þó sjónarsviptir
sé að mönnum eins og Mar-
teini Geirssyni, sem var stoð
og stytta hvers markvarðar,
sagði „knattspymumaður árs-
ins 1982“ sem nú rekur
íþróttavöruverslun í Keflavík.
- A.St.
41