Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 42
Skynsam-
lega staðið
að undir-
búningi
landsliðsins
— segir Kristján Arason
„handknattleiksmaður ársins”
um undirbúninginn fyrir
B-keppnina í Hollandi
„Undirbúningur landsliðsins
fyrir þessa keppni hefur verið
mjög góður, og miklu hefur verið
fórnað til að sem bestur árangur
megi nást og ég er því bjartsýnn á
árangur, þó að ég geri mér engar
gyllivonir um keppnina," sagði
Kristján Arason landsliðsmaður í
handknattleik í samtali við
íþróttablaðið fyrir nokkrum
dögum. Kristján var þá nýkom-
inn heim úr sex leikja keppnis-
ferð um Norðurlöndin, og lands-
liðið byrjað á lokaæfingum fyrir
B-keppnina í Hollandi í lok
febrúar. Kristján þarf ekki að
kynna frekar fyrir lesendum
íþróttablaðsins; hann er21 árs að
aldri, hefur alla tið leikið með FH
í handknattleik, og að auki
körfuknattleik með Haukum, þar
til handknattleikurinn ruddi öðru
úr vegi. Kristján hefur leikið 43
landsleiki í handknattleik.
Sigrar ekki eins þreytandi!
„Ferðin til Norðurlandanna
núna gekk mjög vel, það er ekki
hægt að segja annað,“ segir
Kristján. „Við lékum þama sam-
tals sex leiki, og sigruðum í fimm
þeirra. Þetta var betri árangur en
við áttum von á, og hann verður
okkur gott veganesti í B-
keppnina. Það verður þó að hafa
í huga, að þama vorum við í
flestum tilvikum að takast á við
veikari lið en þau sem við mun-
um mæta í keppninni, ef Danir
eru undanskildir.
Ferðin var erfið, einkum í
upphafi, en síðan náðum við að
hvílast vel á milli leikja, þrátt
fyrir ferðalögin. Þá kemur það
einmg ínní þetta, að menn verða
ekki eins þreyttir þegar vel geng-
ur, þreytan sest mun frekar í
menn ef illa gengur.“
Danir undirbúið sig á réttan
hátt
— Undirbúningurinn fyrir
þessa keppni hefur verið með
nokkuð öðrum hætti en áður. Er-
um við á réttri braut með þetta?
„Já, það er rétt, að það hefur
verið staðið talsvert öðruvísi að
þessu núna, en mér skilst að hafi
verið gert fyrir hliðstæð mót áð-
ur. Keppnin í fyrstu deild gefur
núna tækifæri til að landsliðið
nái vel saman, vegna þeirra
breytinga sem þar hafa verið
gerðar. Þá er núna lögð mikil
42