Íþróttablaðið - 01.02.1983, Qupperneq 44
Breytingar
á deildinni
til bóta
Handknattleiksmaöur ársins
Kristján kominn í skotstöðu.
mikinn skilning. Það er hins veg-
ar ekki alltaf hægt að greiða allt,
jafnvel þó vilji og geta væri til
þess. Þetta er til dæmis mikil fórn
fyrir þá sem eru í námi. I undir-
búning og leiki landsliðsins í vet-
ur hafa farið um það bil tveir
mánuðir, varla minna, og ef þetta
kostar námsmenn það að þeir
þurfti að fresta námi um einn
vetur, sem vel getur gerst, þá eru
þetta dýrir tveir mánuðir.“
— En er þetta erfiðisins virði?
„Já, annars væri ég ekki að
þessu. Þetta er mikið erfiði, en
það verður hver og einn að gera
upp við sjálfan sig, hvort hann
vill gera þetta eða ekki, og ég sé
ekki eftir þeim tíma og erfiði sem
í handboltann fer.“
— Flestir eru líklega sammála
um að landsliðið nýtur góðs af
breyttu fyrirkomulagi á íslands-
mótinu. En hvað með íslands-
mótið sjálft, er það eins
skemmtilegt nú?
„Ég er þeirrar skoðunar, að
þegar stórmót eins og B-keppnin
eru annars vegar, þá eigi að fórna
miklu fyrir undirbúning þeirra.
Karla-landsliðið í handknattleik
er óumdeilanlega „andlit“ þess-
arar íþróttagreinar, jafnt hér inn-
Kristján í leik með landsliðinu en
með því hefur hann verið mjög at-
kvæðamikill.
an lands sem utan, og við eigum að
leggja metnað okkar í að eiga gott
landslið. Þvi verður varla gert of
mikið fyrir landsliðið þegar
svona stendur á. — Það er á hinn
bóginn alveg rétt, að fyrstu-
deildarkeppnin hefur liðið fyrir
þetta í vetur. Fyrir þjálfara og
leikmenn líður, alltof langur tími
milli leikja á mótinu, og erfitt er
að halda uppi þeim takti sem
búið var að koma upp um miðjan
vetur. Nú finnst mér þetta rétt-
lætanlegt, en næsta vetur til
dæmist, þá eigum við að leggja
meiri áherslu á íslandsmótið,
enda er þá engin B-keppni á
dagskrá.“
— En hvað um breytingamar
á fyrstu deildinni, fjögurra liða
keppnin til dæmis, ertu ánægður
með þessar breytingar?
„Já, ég held að þær séu til bóta,
en þó má margt betur fara. Mér
finnst til dæmis of lítið lagt upp
úr því hverjir sigra í fyrri um-
ferðinni, hvaða lið verður efst
áður en fjögurra liða keppnin
hefst, skiptir nú nánast engu
máli. Aðalatriðið er að komast í
eitt af fjórum efstu sætunum. Ég
held að mótið yrði skemmtilegra
og leikimir meira spennandi ef
H.S.Í. gerði eitthvað fyrir þennan
fyrri hluta, veitti myndarleg
verðlaun og hvetti menn til dáða.
Verði þessu ekki breytt á ein-
hvem hátt veit ég ekki nema ég
væri fylgjandi eins konar úrvals-
deildarfyrirkomulagi eins og í
körfuboltanum, þar sem sex lið til
dæmis lékju fjórfalda umferð. En
við erum að þreifa okkur áfram,
þetta kemur smám saman.“
44