Íþróttablaðið - 01.02.1983, Side 51
Sigurður Pétursson
púttin tókust kannski betur en
nokkru sinni.
— Var íslandsmeistara-
titillinn torsóttur?
— Keppnin var hörð og
réðist á síðasta (fjórða) degi
mótsins. Ég náði forystu í
upphafi og hélt henni tvo
fyrstu dagana. Á þriðja degi
náði Ragnar Ólafsson foryst-
unni og hafði eitt högg í for-
skot er lokakeppnin hófst. Þá
gekk allt á afturfótunum hjá
honum. Ég endurheimti for-
ystuna þegar á fyrstu braut og
titillinn var í höfn.
— Hvað er íslenskum kylf-
ingum erfiðast?
— Veðráttan er versti
óvinurinn og einnig hve leik-
og keppnistímabilið er hér
stutt. Kylfingar allra annarra
landa eiga lengra tímabil og
þeir sem telja sig búa við
erfiða veðráttu, eins og t.d.
Svíar, senda landsliðsmenn
sína suður í lönd til æfinga á
Spáni eða annars staðar þar
sem veðrið er gott. Þar skortir
ekki fjármagnið. Slíkan mun-
að getum við ekki leyft okkur.
— Ergolfíþróttin á uppleið
á íslandi?
— Þróunin er góð og
stöðug. Það er sífellt að stækka
sá hópur ungra kylfinga, sem
byrjuðu mjög ungir og hafa
nánast alist upp við golfiðkun
og mótast með golfinu. Flestir
okkar landsliðsmenn síðustu
tvö árin byrjuðu mjög ungir.
Landslið okkar er stöðugt að
verða sterkara. Það vantar
kannski herslumuninn ennþá.
Á EM í Skotlandi 1981 vant-
aði nokkur högg upp á að
okkar lið kæmist í A-riðil þ.e.
yrði meðal bestu þjóða. Leik-
urinn var frábær fyrri daginn,
en velgengnin steig liðsmönn-
um til höfuðs og allt fór á verri
veg síðari daginn. En liðið er
að vaxa af reynslu og getu og
allt á góðri þróunarbraut.
— Við höfum mjög góðan
þjálfara þar sem John Nolan
er, en ég og aðrir kylfingar
njóta góðs af honum og einnig
hefur Þorvaldur Ásgeirsson
gert mikið fyrir golfið, sagði
Sigurður. Þá hefur Kjartan
Pálsson, einvaldur um val
landsliðsins og undirbúning
þess, stór áform á prjónunum,
og landsliðið lítur því fram-
tíðina björtum augum.
— Hvað er helst á döfinni í
sumar?
— Stærst er Evrópumótið í
París um miðjan júní, en á
heimavelli er um svipaða
mótaskrá að ræða og verið
hefur eða aragrúa móta. Það
verður því ekki slegið slöku
við æfingar og þrekþjálfun til
undirbúnings stórra átaka er
hafin, sagði „golfmaður ársins
1982“. —A.St.
Sigurður Pétursson fagnar íslandsmeistaratitlinum s.l. sumar. Með honum á myndinni er Sólveig Þor
steinsdóttir er varð íslandsmeistari í kvennaflokki.
51