Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 55
Fimleikamadur ársins
Kristín Gísladóttir—hin bráðefnilega fimleikastúlka úr Garðabæ sem valin var ,,fimieikamaður ársins
1982“
Vann gullverðlaun i
öllum greinum íslands-
mótsins
Kristín Gísladóttir, félagi í
Gerplu í Kópavogi, var kjörin
„fimleikamaður ársins 1982“.
Hún var 15 ára þá erkjörið fór
fram, en hefur fyllt 16 ár þegar
þetta blað berst lesendum.
Hún byrjaði 9 ára gömul í
fimleikunum og hefur stund-
að íþróttina þrotlaust síðan.
Æfingamar síðustu árin eru
fimm í viku, oft mjög krefj-
andi.
Þó Kristín sé ung að árum
hefur hún ekki áreynslulaust
náð titlum sínum, en þeim
fjölgar nú ört.
— Nei, ég hafði ekkert pælt
í því, hvort ég yrði fimleika-
maður ársins, þegar mér var
tilkynnt um valið. Það er um
margt annað að hugsa, en það
kom skemmtilega á óvart og
var ánægjulegt, sagði Kristín.
Stjórn Fimleikasambands-
ins hefur varla átt í erfiðleik-
um með val sitt, því Kristín
Gísladóttir hlaut gullverðlaun
í öllum greinum íslandsmóts-
ins og sigraði því samanlagt
með nokkrum yfirburðum.
Hún vann til þriggja gullverð-
launa og silfurverðlauna á
Unglingameistaramótinu og
sigraði þar einnig samanlagt.
Skömmu fyrir áramótin
1981/82 var hún í liði íslands
sem tók þátt í sjö landa keppni
í Luxemborg og vann þar til
fyrstu verðlauna samanlagt í
aldursflokki 13—14 ára. Loks
var hún í landsliði íslands,
sem fór utan til landskeppni
við Skota. Skotland vann þá
keppni, en Kristín varð í 2.
sæti af 10 keppendum á jafn-
vægisslá. 1982 var því ár
Kristínar í fimleikunum og
hún því vel að titlinum „fim-
leikakona ársins“ komin.
Það að vinna í öllum
keppnisgreinum á íslandsmóti
í fimleikum talar sínu máli.
Kristín er óvenjulega jöfn í
greinum fimleikanna. Á
íslandsmótinu í fyrra hlaut
hún 15.55 stig í stökki á hesti,
12.45 á tvíslá, 15.15 á jafn-
vægisslá og 16.75 í gólfæf-
ingum, eða 59.90 samanlagt.
55