Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 59

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 59
flokki á íslandsmótinu. En í keppni við Skúla Óskarsson um hver yrði stigahæstur, vissi ég að ég þurfti að ná 925 kg samanlagt. Ég tognaði illa í hnébeygjunni og Skúli varð stigahæstur — tók af mér titilinn frá árinu áður. — Svo gerði ég mér það til gamans, sagði Jón Páll, að drekka mig upp um 4 kg í þyngd, ná yfirþungavigt og hreinsa til á metalistanum þannig, að öll met þar væru á mínu nafni. Ég náði meti af Óskari Jakobssyni í bekk- pressu, meti í réttstöðulyftu af „Norðurhjaratröllinu“ Arthuri Bogasyni og meti í hnébeygju af „Heimsskauta- bangsanum“ Víkingi Trausta- syni. Jón Páll er dyravörður á Hótel Borg og fer létt með að skakka leik ef út af bregður þar. Hann æfir 5—6 sinnum í viku og hyggur á enn betri árangur. — Ég er boðinn á Víkinga- mótið aftur og vil helst fara því verðlaun eru góð. Ég fékk í 2. verðlaun í fyrra sjónvarps- tæki og bílstereo. Sjónvarps- réttur frá Víkingakeppninni hefur verið seldur til allra Norðurlanda, svo þar þarf að vera íslendingur. Þá ætla ég á EM í Amster- dam. Ég varð 2. á EM 1981 og á nú betri árangur en Evrópu- meistacinn náði þá eða 952 kg á móti'912 kg hans. Þá er rætt um að hafa keppni um titilinn „sterkasti maður Evrópu. Óráðið er hvar það verður. Síðan verður hér á landi Norðurlandamót í september auk íslandsmótsins í maí og loks er HM-keppni í Svíþjóð í nóvember. — Allt eru þetta gimileg mót og æskilegt að fara á þau öll. Oft háir fjárskortur þátt- töku okkar og því eru mótin um titlana „sterkustu menn“ eftirsóknarverð, því greitt er fargjald og uppihald. — Er tækni eða kraftar aðalatriði lyftinga? — Krafur eða afl er númer eitt, tæknin kemur á eftir. Þyngdin hefur ekki allt að segja. Besti lyftingamaður heims er Mike Bridges, Bandaríkjamaður, sem keppir í 82.5 kg flokki. Hann nær samkvæmt stigatöflu um 600 stigum, en ég um 500 stigum. Hann, svona léttur, lyftir samanlagt næstum sama þunga og ég. Hann er 27 ára gamall og er talinn næstum á undan sinni samtíð í lyfting- unum, segir „lyftingamaður ársins 1982“ á íslandi, sem aðeins 22 ára á aragrúa ís- landsmeta auk Norðurlanda-, Evrópumeta og heimsmeta. —A.St. Kjörið lesefni fyrir íþróttaunnendur á öllum aldri

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.