Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 60
Júdómaður ársins
Gott að vera sterkur
en tæknin er veigamest
— segir „júdómaður ársins 1982” sem
langar að reyna sig í íslenskri glímu
— Satt að segja reiknaði ég
frekar með því, að ég hlyti
titilinn enn einu sinni og
byggði það fyrst og fremt á
því, hversu vel mér tókst upp á
Norðurlandamótinu, sagði
Bjami Friðriksson, „júdó-
maður ársins 1982“. Flann er í
sérflokki afreksmanna á ís-
landi, ekki síst ef litið er til vals
„íþróttamanna ársins“ á und-
anfömum árum. Bjami hefur
á síðustu 5 árum fjórum sinn-
um verið tilnefndur „júdó-
maður ársins“, fyrst 1978,
næst 1980, síðan 1981 og enn
1982. Aðeins tveir aðrir hafa
hlotið slíkan titil fjórum sinn-
um síðan slíkt kjör hófst, þau
Þórunn Alfreðsdóttir, sund-
kona í Ægi og Sigurður T.
Sigurðsson KR, sem hlaut
titilinn þrisvar í fimleikum og
síðar einu sinni í frjálsum
íþróttum.
— Já, ég átti gott ár 1982 og
best tókst mér upp á Norður-
landamótinu í apríl. Ég varð
Norðurlandameistari í 95 kg
flokknum og hlaut silfurverð-
laun í opna flokknum á því
móti. Einnig var ég í sveit ís-
lands, sem hlaut silfurverð-
launin í sveitakeppni á mót-
inu; keppti í þungavigt (allt
yfir 95 kg) og vann í þeim
flokki.
— Ekki gekk eins vel á
Skandinaviska mótinu opna,
þó ekki gengi illa. Ég keppti í
95 kg flokknum og varð í 4.
sæti ásamt öðrum. Svipuðum
árangri, eða 4. sæti ásamt
fleirum, náði ég á opna breska
mótinu í sama flokki.
Árangur Bjama var glæsi-
legur á „heimavelli". Flann
vann nánast allt sem hann gat
unnið, varð íslandsmeistari í
95 kg flokknum og opna
flokknum, Reykjavíkurmeist-
ari í þyngri flokkunum eða
yfir 80 kg, sigraði í opna
flokknum á Afmælismótinu
og var í sveit Ármanns sem
sigraði í sveitakeppni íslands-
mótsins. Bjami tapaði aðeins
einni viðureign á árinu, gegn
Sigurði Haukssyni í flokka-
keppni Afmælismótsins í 95
kg flokknum.
Bjami Friðriksson er fjöl-
skyldumaður og rekur bóka-
verslun í Suðurveri og hefur
því í ýmsu að snúast. Við
spurðum hann hvemig hann
æfði?
— Ef eitthvað stendur til,
þá æfi ég fjórum sinnum í viku
og þá um tvo tíma í senn.
Æfingamar felast m.a. í
hlaupum og talsvert í lyfting-
um, en glímt er 3—4 sinnum í
viku.
— Hver er leyndardómur
júdóíþróttarinnar?
— Tækni er þyngst á
metaskálunum. Það er gott að
vera sterkur, en það vegur
ekki eins þungt og tæknin.
— Hver er minnisstæðasta
glíma þín á liðnu ári?
— Það er úrslitaglíman í
60