Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 64

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Page 64
Ingi Þór Jónsson Ingi Þór á fullri ferð. Hann er mjög fjölhæfur sundmaður og á islandsmet í flugsundi, fjórsundi, bak- sundi og skriðsundi. — Já, sundið á íslandi er á öruggri uppleið. Það eru góðir menn við stjómvölinn og betra skipulag á málum en áður. Afrekin hjá sundfólkinu batna og allt er á uppleið, sagði Ingi Þór. — Og hvað er framundan hjá þér? Sundmaður ársins 1973: Friðrik Guðmundsson, KR 1974: Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi 1975: Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi 1976: Sigurður Ólafsson, Ægi 1977: Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi 1978: Þórunrj/Mfreðsdóttir, Ægi 1979: Hugi S. Harðarson, Self. 1980: Ingi Þór Jónsson, ÍA 1981: Ingólfur Gissurarson, ÍA 1982: Ingi Þór Jónsson, ÍA — Æfingar af fullum krafti með það fyrir augum að ná toppárangri á Evrópumótinu í Róm í sumar. — Hvaða uppáhaldssund- grein á sundkappi, sem á ís- landsmet í þremur sundað- ferðum? — Mér þykir 200 metra flugsund alltaf skemmtilegast, ég get ekki að því gert. Ýmsum finnst þetta erfiðasta keppnisgrein af öllum. Það finnst mér ekki. Það er alltaf gaman að glíma við 200 metr- ana á flugi. — H ver er ef tirminnilegasta keppni þín? — Mest áhrif á mig hafði þátttakan í EM í Júgóslavíu 1981 og kannski það helst að sjá alla þessa frægu sund- menn, sem maður hafði heyrt og lesið um. — Áttu þér eitthvert átrún- aðargoð í sundinu? — Eftirminnilegasti sund- maður sem ég hef séð er Rússinn Vladimir Salnikov, sem á heimsmetin í 400 og 1500 m skriðsundi. Hann er aldeilis stórkostlegur sund- maður, yfirvegaður og nánast fullkominn, sagði Ingi Þór. Fullyrða má, að Ingi Þór er þessum kostum búinn öðrum íslenskum sundmönnum frek- ar. Án yfirvegunar og góðs „slurks“ af fullkomnun setur enginn 51 íslandsmet í sundi á tveimur árum. —A.S. 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.