Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 67

Íþróttablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 67
Skotmaður ársins Carl Eiríksson íslenskir skotmenn til Olympíuleika— því ekki? Engan þarf að undra þó stjóm Skotsambands íslands kysi Carl Eiríksson „skotmann ársins 1982“. Á liðnu ári vann hann sigur í öllum þeim mót- um er hann tók þátt í, Christiansensmóti, Vormóti SR og Febrúarmótinu, auk þess sem hann varð íslands- meistari bæði í þríþraut með riffli og í 60 skota keppni með skammbyssum af 25 metra færi á Vormóti SR. Raunar er það svo, að síðan Carl Eiríksson kom í Skotfélag Reykjavíkur 1970 hefur hann aðeins tvívegis tapað keppni en þá í bæði skiptin orðið annar. Annað tap hans var 1970 fyrir Axel Sölvasyni í einni grein þríþrautar með riffli (hnéstaða), en þríþraut- ina í heild vann Carl. Hinn ósigur hans var í gaman- keppni, þá er menn slökkva á kertum og kljúfa spil með skotum af löngu færi. Vann Carl kertakeppnina en tapaði einu sinni spilakeppninni. — Já árið 1982 var nokkuð gott hjá mér, sagði Carl. Ég varð íslandsmeistari í 60 skota riffilkeppni, liggjandi, með 591 stig af 600 mögulegum. Ég var nokkuð frá mínu besta, sem er 596 stig, og er íslands- met sett 1973. Þá varð ég ís- landsmeistari í þríþraut með riffli 40 skot í þremur stelling- um, hlaut 398 stig í liggjandi stöðu (af 400 mögulegum), 341 í standandi stöðu og 369 í hnéstöðu. Samanlagt hlaut ég 1108 stig, sem er nýtt íslands- met. Met mitt í liggjandi stöðu Carl Eiríksson — hlaut nú í annað sinn titilinn ,,skotmaður ársiðs. “ (40 skot) er 299 stig sett 1970. Má til gamans geta þess að danska metið er hið sama, 299 stig, en var sett 1979 eða 9 árum síðar. —- Þá vann ég skamm- byssukeppnina af 25 m færi sl. vor. Það var fyrsta skamm- byssukeppni SR. Ég hlaut 285 Skotmaður ársins 1979: Jóhannes Johannessen, SR 1980: Cari Eiríksson, SR 1981: Kristmundur Skarphéðinss., SR 1982: Cari Eiríksson, SR stig af 300 mögulegum og var 20 stigum á undan næsta manni. Carl var „skotmaður ársins 1980“ en missti af íslands- mótinu 1981 þar sem hann fékk ekkert um mótið að vita fyrr en fáum klukkustundum áður en það hófst, — eða of seint. Carl Eiríksson hóf keppnis- feril í skotfimi á námsárum sínum við MIT háskólann í Boston. Þar lauk Carl prófi sem rafmagnsverkfræðingur. Hann var í skotliði skólans í 4 ár og gat liðið sér gott orð. Árið 1953 varð hann einnig í þriðja sæti í einstaklings- keppni í Nýja Englandi. Var það mikið afrek því í Nýja Englandi voru íbúar þá 10 milljónir og skotfimi mjög vinsæl íþrótt. — Ég tel aðstöðu Skotfé- lags Reykjavíkur í Baldurs- haga sæmilega góða. Þó eru skotgildrurnar orðnar nokkuð bilanagjamar. Útiaðstaðan er lakari hér á landi en annars staðar. í Leirdal, ofan við Grafarholt hefur SR stálplöt- ur í dýralíki til að skjóta á (silhouettur), en þar vantar ýmislegt auk mannvirkja. Vindar eru íslenskum skot- mönnum mjög erfiðir. Er- lendis er skýlla og þó víðast komið upp skjólbeltum með trjám. Ekkert slíkt er hér. Carl kvaðst sjaldan koma á útisvæðið og aldrei nú orðið fara á skytterí. Fyrir 30 árum stundaði hann minkaveiðar Frh. á bls. 81 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.