Íþróttablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 67
Skotmaður ársins
Carl Eiríksson
íslenskir skotmenn til
Olympíuleika— því ekki?
Engan þarf að undra þó
stjóm Skotsambands íslands
kysi Carl Eiríksson „skotmann
ársins 1982“. Á liðnu ári vann
hann sigur í öllum þeim mót-
um er hann tók þátt í,
Christiansensmóti, Vormóti
SR og Febrúarmótinu, auk
þess sem hann varð íslands-
meistari bæði í þríþraut með
riffli og í 60 skota keppni með
skammbyssum af 25 metra
færi á Vormóti SR.
Raunar er það svo, að síðan
Carl Eiríksson kom í Skotfélag
Reykjavíkur 1970 hefur hann
aðeins tvívegis tapað keppni
en þá í bæði skiptin orðið
annar. Annað tap hans var
1970 fyrir Axel Sölvasyni í
einni grein þríþrautar með
riffli (hnéstaða), en þríþraut-
ina í heild vann Carl. Hinn
ósigur hans var í gaman-
keppni, þá er menn slökkva á
kertum og kljúfa spil með
skotum af löngu færi. Vann
Carl kertakeppnina en tapaði
einu sinni spilakeppninni.
— Já árið 1982 var nokkuð
gott hjá mér, sagði Carl. Ég
varð íslandsmeistari í 60 skota
riffilkeppni, liggjandi, með
591 stig af 600 mögulegum. Ég
var nokkuð frá mínu besta,
sem er 596 stig, og er íslands-
met sett 1973. Þá varð ég ís-
landsmeistari í þríþraut með
riffli 40 skot í þremur stelling-
um, hlaut 398 stig í liggjandi
stöðu (af 400 mögulegum),
341 í standandi stöðu og 369 í
hnéstöðu. Samanlagt hlaut ég
1108 stig, sem er nýtt íslands-
met. Met mitt í liggjandi stöðu
Carl Eiríksson — hlaut nú í
annað sinn titilinn ,,skotmaður
ársiðs. “
(40 skot) er 299 stig sett 1970.
Má til gamans geta þess að
danska metið er hið sama, 299
stig, en var sett 1979 eða 9
árum síðar.
—- Þá vann ég skamm-
byssukeppnina af 25 m færi sl.
vor. Það var fyrsta skamm-
byssukeppni SR. Ég hlaut 285
Skotmaður ársins
1979: Jóhannes Johannessen, SR
1980: Cari Eiríksson, SR
1981: Kristmundur Skarphéðinss.,
SR
1982: Cari Eiríksson, SR
stig af 300 mögulegum og var
20 stigum á undan næsta
manni.
Carl var „skotmaður ársins
1980“ en missti af íslands-
mótinu 1981 þar sem hann
fékk ekkert um mótið að vita
fyrr en fáum klukkustundum
áður en það hófst, — eða of
seint.
Carl Eiríksson hóf keppnis-
feril í skotfimi á námsárum
sínum við MIT háskólann í
Boston. Þar lauk Carl prófi
sem rafmagnsverkfræðingur.
Hann var í skotliði skólans í 4
ár og gat liðið sér gott orð.
Árið 1953 varð hann einnig í
þriðja sæti í einstaklings-
keppni í Nýja Englandi. Var
það mikið afrek því í Nýja
Englandi voru íbúar þá 10
milljónir og skotfimi mjög
vinsæl íþrótt.
— Ég tel aðstöðu Skotfé-
lags Reykjavíkur í Baldurs-
haga sæmilega góða. Þó eru
skotgildrurnar orðnar nokkuð
bilanagjamar. Útiaðstaðan er
lakari hér á landi en annars
staðar. í Leirdal, ofan við
Grafarholt hefur SR stálplöt-
ur í dýralíki til að skjóta á
(silhouettur), en þar vantar
ýmislegt auk mannvirkja.
Vindar eru íslenskum skot-
mönnum mjög erfiðir. Er-
lendis er skýlla og þó víðast
komið upp skjólbeltum með
trjám. Ekkert slíkt er hér.
Carl kvaðst sjaldan koma á
útisvæðið og aldrei nú orðið
fara á skytterí. Fyrir 30 árum
stundaði hann minkaveiðar
Frh. á bls. 81
67