Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Page 20

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Page 20
ISLENSKIR HEIMS- MEISTARAR?? Rætt við Stefán jóhannsson frjálsíþróttaþjálfara EIGNUMST VIÐ HEIMSMEISTARA I FRAMTIÐINNI? NA SIGGI OG EINAR AÐ KASTA SPJOTINU YFIR 90 METRA? s / s / VIÐ HVERJU MA BUAST AF OKKAR BESTA FRJALSIÞROTTAFOLKI ER AÐSTÖÐULEYSI í REYKJAVÍK AÐ GANGA AF FRJÁLSÍÞRÓTTUift DAUÐUM? Texti: Þorgrímur Þráinsson Stefán Jóhannsson, frjálsíþrótta- þjálfari, er sá maður sem hefur leið- beint mörgu af okkar besta frjáls- íþróttafólki hin síðari ár og er, að flestra mati, einn virtasti þjálfari landsins á sínu sviði. Stefán hefur fengist við þjálfun í tæpa tvo áratugi og þekkir því vel til frjálsíþrótta á íslandi. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ leitaði eftir áliti hans á fremsta frjáls- íþróttafólki Islands og spurði hvers mætti vænta af því í framtíðinni. Er það raunhæfur möguleiki að íslend- ingur komist á verðlaunapall á næstu Ólympíuleikum? Eignumst við heimsmeistara í einhverri íþróttagrein? Eða er ömurleg að- staða frjálsíþróttafólks á íslandi allt að drepa? „Það verður að segjast eins og er að ég hef aldrei verið bjartsýnni á árangur íslendinga í frjálsíþróttum en einmitt í ár. Heimsmeistaramótið fer fram 24. ágúst í Tokyo og ég á allt eins von á því að 4-5 íslendingar verði þar á meðal þátttakenda. Af þeim geta 3-4 náð því að komast í 8 manna úrslit. Annars verður mikið af Grand Prix mótum í sumarfyrir spjót- kastara og kringlukastara og sem bet- ur fer þurfa þeir ekki að eltast við hvert einasta mót. Þar af leiðandi geta þeir undirbúið sig betur fyrir heimsmeistaramótið en þá verður skilningur forystumanna FRÍ að vera fyrir hendi. Eg hef grun um að spjótkastararnir Einar Vilhjálmsson og Sigurður Ein- arsson muni koma verulega á óvart í sumar með því að vera sterkir á rétt- 20

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.