Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Side 67

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Side 67
„Já, já. Fyrsta mótið sem ég keppti í erlendis var haldið íTropolino á Ital- íu, þegar ég var þrettán ára, en þetta var einskonar Andrésar Andar leikar. Síðan hef ég fjórtán sinnum keppt erlendis í keppnum með landsliði Is- lands, þá bæði A-liðinu, liði skipað kylfingum undir 21 árs, og loks liði skipað kylfingum undir 18 ára. Besti árangurinn til þessa á er- lendri grund var í Osló síðastliðið sumar, en þar varð ég í þriðja sæti í einstaklingskeppninni. Það eftir- minnilegasta frá þessum mótum er- lendis finnst mér þó vera sérstök við- urkenning sem ég fékk í Stavanger í Noregi þegar ég var 14 ára en sú við- urkenning var fyrir að vera yngsti keppandi á Norðurlandamóti A- liða." MARKMIÐIÐ AÐ BÆTA MIG Hvað er framundan hjá þér í sum- ar? „Það eru miklar æfingar og mörg mót framundan hjá mér í sumar. Eins og ég sagði áður hefur það verið markmið mitt að bæta mig á hverju sumri og eigum við ekki að segja að framundan hjá mér í sumar sé að bæta mig frá því í fyrrasumar?" Nú hefur Úlfari Jónssyni farið fram eftir að hann fór í skóla erlendis og gat sinnt íþróttinni betur og haft að- gang að góðum völlum. Hyggur þú á nám erlendis til að geta æft þig meira? „Já það er í bígerð hjá mér. Síðast- liðið vor kláraði ég viðskiptapróf í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem er einskonar millistig í skólanum og maður lýkur eftir tveggja vetra skóla- göngu. Nú er ég gjaldgeng í ameríska háskóla og eins og stendur koma tveir til greina. Það eru U.C.L.A. í Kaliforníu og Lamar University ÍTex- as. Ég held að ég hallist frekar að síðari skólanum. Eiginkona lands- liðsþjálfarans, Maurin Garner, var í þessum skóla. Hún hefur verið mér innanhandar í þessum málum og segir þennan skóla mjög góðan..." Færðu þá skólastyrk út á golfið? „Það er stefna hjá skólunum úti að veita ekki fólki styrk fyrsta árið sem það dvelur í skólunum. Mér hefur verið boðinn hálfur styrkur fyrsta árið og get ég ekki annað en verið mjög ánægð með það. Síðan verður bara að koma í Ijós hvort ég haldi þessum styrk og fái jafnvel fullan skólastyrk á öðru árinu." Hverjir heldurðu að komi til með að bítast um sigurlaunin í golfinu í sumar? „í karlaflokknum verða það Úlfar Jónsson GK, Sigurjón Arnarsson GR, Ragnar Ólafsson GR og Guðmundur Sveinþjörnsson úr GK, sem koma til með að bítast um sigurlaunin í sum- ar. Síðan vonar maður náttúrlega að einhver kylfingur úr mínum golf- klúbbi - GS - komi til með að blanda sér í toppbaráttuna, en ætli það sé ekki best að sleppa því að nefna nokkur nöfn!" En hvað með kvennaflokkinn? „Það eru margar stelpúr sem geta unnið mótin í sumar og held ég að varla sé hægt að taka eina þeirra um- fram aðra og segja: „Þessi verður í fyrsta sæti," eða eitthvað þess háttar. Það er þó alveg Ijóst að stelpur eins Einkareikningur Lartdsbankans 1 er tékkareikningur meö háum WlmÍ vöxtum sem gefur kost á heimild til yfirdráttar og láni, auk margvís- legrar greiösluþjónustu. Einkareikningur er framtíöarreikningur. Landsbanki Islands Banki allra landsmanna

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.