Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1991, Síða 67

Íþróttablaðið - 01.06.1991, Síða 67
„Já, já. Fyrsta mótið sem ég keppti í erlendis var haldið íTropolino á Ital- íu, þegar ég var þrettán ára, en þetta var einskonar Andrésar Andar leikar. Síðan hef ég fjórtán sinnum keppt erlendis í keppnum með landsliði Is- lands, þá bæði A-liðinu, liði skipað kylfingum undir 21 árs, og loks liði skipað kylfingum undir 18 ára. Besti árangurinn til þessa á er- lendri grund var í Osló síðastliðið sumar, en þar varð ég í þriðja sæti í einstaklingskeppninni. Það eftir- minnilegasta frá þessum mótum er- lendis finnst mér þó vera sérstök við- urkenning sem ég fékk í Stavanger í Noregi þegar ég var 14 ára en sú við- urkenning var fyrir að vera yngsti keppandi á Norðurlandamóti A- liða." MARKMIÐIÐ AÐ BÆTA MIG Hvað er framundan hjá þér í sum- ar? „Það eru miklar æfingar og mörg mót framundan hjá mér í sumar. Eins og ég sagði áður hefur það verið markmið mitt að bæta mig á hverju sumri og eigum við ekki að segja að framundan hjá mér í sumar sé að bæta mig frá því í fyrrasumar?" Nú hefur Úlfari Jónssyni farið fram eftir að hann fór í skóla erlendis og gat sinnt íþróttinni betur og haft að- gang að góðum völlum. Hyggur þú á nám erlendis til að geta æft þig meira? „Já það er í bígerð hjá mér. Síðast- liðið vor kláraði ég viðskiptapróf í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem er einskonar millistig í skólanum og maður lýkur eftir tveggja vetra skóla- göngu. Nú er ég gjaldgeng í ameríska háskóla og eins og stendur koma tveir til greina. Það eru U.C.L.A. í Kaliforníu og Lamar University ÍTex- as. Ég held að ég hallist frekar að síðari skólanum. Eiginkona lands- liðsþjálfarans, Maurin Garner, var í þessum skóla. Hún hefur verið mér innanhandar í þessum málum og segir þennan skóla mjög góðan..." Færðu þá skólastyrk út á golfið? „Það er stefna hjá skólunum úti að veita ekki fólki styrk fyrsta árið sem það dvelur í skólunum. Mér hefur verið boðinn hálfur styrkur fyrsta árið og get ég ekki annað en verið mjög ánægð með það. Síðan verður bara að koma í Ijós hvort ég haldi þessum styrk og fái jafnvel fullan skólastyrk á öðru árinu." Hverjir heldurðu að komi til með að bítast um sigurlaunin í golfinu í sumar? „í karlaflokknum verða það Úlfar Jónsson GK, Sigurjón Arnarsson GR, Ragnar Ólafsson GR og Guðmundur Sveinþjörnsson úr GK, sem koma til með að bítast um sigurlaunin í sum- ar. Síðan vonar maður náttúrlega að einhver kylfingur úr mínum golf- klúbbi - GS - komi til með að blanda sér í toppbaráttuna, en ætli það sé ekki best að sleppa því að nefna nokkur nöfn!" En hvað með kvennaflokkinn? „Það eru margar stelpúr sem geta unnið mótin í sumar og held ég að varla sé hægt að taka eina þeirra um- fram aðra og segja: „Þessi verður í fyrsta sæti," eða eitthvað þess háttar. Það er þó alveg Ijóst að stelpur eins Einkareikningur Lartdsbankans 1 er tékkareikningur meö háum WlmÍ vöxtum sem gefur kost á heimild til yfirdráttar og láni, auk margvís- legrar greiösluþjónustu. Einkareikningur er framtíöarreikningur. Landsbanki Islands Banki allra landsmanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.