Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Qupperneq 3

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Qupperneq 3
Ritstjóraspiall Það er ávallt gleðiefni þegar íþróttamenn, sem skara fram úr og slá í gegn, hljóta styrki eða launagreiðslur í samræmi við árangur þeirra. Nýjasta dæmið um höfðinglega gjöf í tilefni af heimsmeistaratitli er niðurfelling á 10 milljón króna skuld Briddssambandsins við Reykjavík- urborg vegna húsnæðisbyggingar. Hjörtu íslendinga slóu sannarlega í takt þegar hetjurnar okkar voru í þann mund að verða heimsmeistarar og vitanlega gleðjast allir þegar hið opinbera sér sér fært að styðja við bakið á afreksmönnum okkar. En þegar sumum eru færðar heilar 10 milljónir að gjöf vaknar sú spurning af hverju aðrir íslenskir afreksmenn í íþróttum njóti ekki sömu forréttinda. Á sama tíma og heimsmeisturunum í bridds var fagnað í Leifsstöð gekk nýbakaður íslenskur heimsmeistari fram hjá fjöldanum án þess að fá svo mikið sem rós, hrós eða tíkall. Þetta var Magnús Ver Magnússon, „sterk- asti maður heims". Hversu mikinn styrk hefur Magnús fengið frá ríkinu eða borginni? Hans árangur er ekki síður mikilvæg auglýsing fyrir ísland. Hefði það ekki verið snilldarleikur hjá Húsnæðisstofnun ríkisins að fella niður húsnæðislán af íbúðinni sem hann er nýbúinn að kaupa sér? Eða hvað með afreksmenn okkar í frjálsíþróttum? Þeir hafa verið í fremstu röð í heiminum í mörg ár án þess að fá styrki sem nema einhverj- um teljandi upphæðum. Þeir hafa verið eins og útspýtt hundsskinn um allan heim og náð að koma íslandi inn á landakortið. Er ekki kominn tími til að fella niður námslán þessara aðila? Þingsályktunartillaga um stofnun afreksmannasjóðs ríkisins hefur verið í nefnd í marga mánuði og væri gaman að fá að heyra niðurstöð- urnar innan tíðar. Nái hún fram að ganga er mikill sigur unninn. Það er löngu orðið tímabært að gera vel við þá sem skara fram úr og vonandi hefur stuðningur borgarinnar við Briddsambandið ýtt við einhverjum. Verði afreksfólki íslands í íþróttum ekki gert jafn hátt undir höfði á næstu árum má allt eins reikna með því að margir vendi sínum kvæðum í kross og stefni að stórmeistaratitli í skák! Þorgrímur Hafsteinn Viðar Þráinsson ritstjóri auglýsingastjóri Forsíðumyndina af Magnúsi Ver tók Gunnar Gunnarsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorgrímur Þráinsson Beinn sími ritstjóra: 685057 RitstjórnarfuIItrúi ÍSÍ: Guðmundur Gíslason Ljósmyndarar: Grímur Bjarnason, Kristján Einarsson, Gunnar Gunnarsson Skrifstofa ritstjórnar: Bíldshöfða 18. Sími 685380 Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson Áskriftargjald kr. 1.544,00 (júl.-des.) Hvert eintak í áskrift kr. 386 Hvert eintak í lausasölu kr. 429 Áskriftarsími: 812300 Útgefandi: Fróði hf. Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18, sími 812300 Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. G. Ben. prentstofa hf. HÉRAÐSSAMBÖND INNAN ÍSÍ: HÉRAÐSSAMBANDIÐ HRAFNAFLÓKI HÉRAÐSSAMBAND SNÆFELLSNES- OG HNAPPADALSSÝSLU HÉRAÐSSAMBAND STRANDAMANNA HÉRAÐSSAMBAND SUÐUR-ÞINGEYINGA HÉRAÐSSAMBAND VESTUR-ÍSFIRÐINGA HÉRAÐSSAMBAND BOLUNGARVÍKUR HÉRAÐSSAMBANDIÐ SKARPHÉÐINN ÍÞRÓTTABANDALAG AKRANESS ÍÞRÓTTABANDALAG AKUREYRAR ÍÞRÓTTABANDALAG HAFNARFJARÐAR ÍÞRÓTTABANDALAG ÍSAFJARÐAR ÍÞRÓTTABANDALAG KEFLAVÍKUR ÍÞRÓTTABANDALAG ÓLAFSFJARÐAR ÍÞRÓTTABANDALAG REYKJAVlKUR ÍÞRÓTTABANDALAG SIGLUFJARÐAR ÍÞRÓTTABANDALAG SUÐURNESJA ÍÞRÓTTABANDALAG VESTMANNAEYJA UNGMENNA- OG ÍÞRÓTTASAMBAND AUSTURLANDS UNGMENNASAMBAND A-HÚNVETNINGA UNGMENNASAMBAND BORGARFJARÐAR UNGMENNASAMBAND DALAMANNA UNGMENNASAMBAND EYJAFJARÐAR UNGMENNASAMBAND KJALARNESÞINGS UNGMENNASAMBAND SKAGAFJARÐAR UNGMENNASAMBAND V-HÚNVETNINGA UNGMENNASAMBAND V-SKAFTFELLINGA UNGMENNASAMBANDIÐ ÚLFLJÓTUR UNGMENNASAMBAND N-ÞINGEYINGA SÉRSAMBÖND INNAN ÍSÍ: BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS BLAKSAMBAND ÍSLANDS BORÐTENNISSAMBAND ÍSLANDS FIMLEIKASAMBAND ÍSLANDS FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND fSLANDS GLÍMUSAMBAND ÍSLANDS GOLFSAMBAND ÍSLANDS HANDKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS HESTAÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS ÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS JÚDÓSAMBAND ÍSLANDS KARATESAMBAND ÍSLANDS KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS KÖRFUKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS LYFTINGASAMBAND ÍSLANDS SIGLINGASAMBAND ÍSLANDS SKÍÐASAMBAND ÍSLANDS SKOTSAMBAND ÍSLANDS SUNDSAMBAND ÍSLANDS TENNISSAMBAND ÍSLANDS 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.