Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 28

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 28
ÞAÐ ER SÍMI í KIRKJUNNI Það vakti mikla athygli þegar ÍBK lék gegn Akureyringum í Keflavík ár- ið 1973 að Þorsteinn Ólafsson var ekki í markinu. Enginn vissi til þess að hann ætti við meiðsli að stríða. Það var heldurekki ástæðan fyrirfjar- veru hans þegar að var gáð. Joe Hool- ey hafði sett þá reglu að allir leik- menn mættu klukkutíma fyrir leik. Þorsteinn, sem var kennari, mætti 15 mínútum of seint þar sem hann var viðstaddur skólaslit sem tafir urðu á. í margra augum var slíkt ekki al- varlegt agabrot en Hooley taldi það svo veigamikið frávik frá reglum að hann ákvað að láta varamarkvörðinn Jón Sveinsson leika í staðinn. Þorsteinn afsakaði sig og sagðist ekki hafa getað farið fyrr en hann væri búinn að afhenda krökkunum einkunnirnar. Hooley varð mjög fúll, sagði að það væri sími í kirkjunni og hlustaði ekki á neinar afsakanir. Hooley sagði við Þorstein að hefði hann hitt hann áðuren hann kom inn í búningsklefann hefði hann rekið hann heim. Þorsteinn sat því á bekknum en vann sæti sitt aftur í lið- inu þótt Jón Sveinsson hefði leikið vel. /V LIIMUNNI EÐVARÐ ÞÓR EÐVARÐSSON, SUNDKAPPI Hver finnst þér þróunin hafa verið í sundþjálfun á íslandi á þeim tíma sem þú hefur verið að æfa? „í þau þrettán ár, sem ég hef æft sund, hefur þróunin ísundþjálfun að- allega komið með þeim erlendu þjálfurum sem starfa hér. Flestir ís- lenskir þjálfarar eru sjálfmenntaðir og þótt þeir hafi unnið mjög gott starf með því að lesa sér til um þjálfun dugar það eitt og sér ekki. Þau Frið- rik, Hrafnhildur og Hugi hafa staðið sig mjög vel en þegar til lengri tíma er litið er gott að fá nýjungar með er- lendum þjálfurum. Það er engin ALDREI KALLAÐ INNÁ Hooley heyrðist (sást) aldrei kalla innávöll ímiðjum leikeinsogmarg- ir þjálfarargerajafnan. George Kirby þjálfaði ÍA sumarið '73 og Tony Knapp KRen þeir voru kallandi inná í tímaogótíma. Hooley varspurðurað því af hverju hann hrópaði ekki eins og hinir þjálfararnir. „Éger ekki kom- inn með ykkur til leiks til að kenna ykkur knattspyrnu," sagði hann. „Ef ég gerði það væri ég jafnframt að viðurkenna að ég hefði ekki þjálfað ykkur rétt vikuna áður og ekki undir- búið ykkur nógu vel fyrir átökin í leiknum." Svona var Hooley — ávallt með svör á reiðum höndum. ÞRÍR LANDSLIÐS- FYRIRLIÐAR Þrír Keflvíkingar hafa gegnt fyrir- liðastöðunni í landsliðinu. Þeir eru: Guðni Kjartansson, sem var sjö sinn- um fyrirliði, Einar Gunnarsson og Gísli Torfason, sem voru báðir fyrir- liðar tvívegis. spurning að Martin, sem þjálfar okk- ur núna, hefur komið með nýjungar í sundið sem við erum mjög ánægð með. Hann er meðfjölbreyttaræfing- ar, blandar saman loftfirrtum og loft- háðum æfingum, þrepaþjálfun og fleiru. Þegar maður áttar sig á því að þetta skilar árangri fyllist maður sjálf- strausti og fær trú á sér. Hér á árum áður keyrði maður sig oft út á æfingum en núna er lagt mun meira upp úr tækniæfingum og allt úthugsað. Martin lætur okkur aldrei gefa allt í botn nema við séum búin að ná tökum á tækninni. Ég held að þaðyrði til bótafyrir íslenska þjálfara ef Sundsambandið tæki sig til og sendi 6-7 þjálfara á námskeið erlend- is af og til. Það er eins og það vanti allt frumkvæði hjá sumum til þess að gera eins vel og hægt er. Á Ólympíuleikana? Jú, ég á von á því að ná lágmarkinu á réttum tíma. Ég hef synt undir lágmarkinu þannig BIKARINN OG SNUÐIÐ Hooley hafði þann háttinn á að hann gaf leikmönnum einkunnir og valdi leikmann vikunnar sem fékk sérstakan bikar að launum. Þeir leik- menn, sem sýndu miklar framfarir og lögðu hart að sér, voru því verðlaun- aðir á þennan hátt. Að sama skapi afhenti Hooley þeim leikmönnum, sem hann taldi að gætu gert betur, snuð og þeir voru síðan látnir vera í ákveðnu vesti á æfingum þá vikuna. Enginn vogaði sér að gera grín að þeim leikmanni því menn vissu að þeir gætu orðið næstir að fá snuðið og vestið. Þegar upp var staðið þurftu næstum allir að totta snuðið og klæð- ast vestinu óvinsæla um sumarið. að ég er bjartsýnn á að komast til Barcelona. Er þetta ekki ansi snotur borg?" 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað: 7. tölublað (01.11.1991)
https://timarit.is/issue/408540

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. tölublað (01.11.1991)

Aðgerðir: