Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 42

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 42
ráðin um það fyrir þremur árum að íslensk getspá og ÍSÍ byggðu viðbót- arbyggingu við íþróttamiðstöðina í Laugardal. Fyrsti hluti byggingarinn- ar hefur þegar verið tekinn í notkun, en fullgerð verður hún eftir eitt og hálft ár. Vandi sérsambandanna verður þá leystur fram á næstu öld. Til að tryggja að mál þetta gengi sam- kvæmt áætlun tók Sveinn að sér for- mennsku í byggingarnefndinni. Til að íþyngja ekki fjárhag ÍSÍ um of tekur heldur lengri tíma að Ijúka byggingunni, það var mikil ánægja Sveins að sjá að verkinu gæti verið lokið samkvæmt áætlun, áður en yfir lauk. Byggingin verður óbrotgjarn minnisvarði um framsýni Sveins. Hér hefur aðeins verið drepið á nokkuraf hinum umfangsmiklu störf- um Sveins í þágu íþróttahreyfingar- innar, en hann lagði víðar gjörva hönd að verki. Hann sat í átta ár í stjórn íþróttaráðs Reykjavíkur, þar af átta ár sem formaður. Hann átti sæti í hátíðarnefnd Reykjavíkur, er sá um hátíðarhöld vegna 1100 ára íslandsbyggðar. Margir héldu að Sveinn væri á launum hjá íþróttahreyfingunni en sco var ekki. Hvergi þáði hann laun fyrir sína umfangsmiklu vinnu, sem kallaði hann daglega til starfa. Sveinn rak sitt eigið fyrirtæki, Skósöluna, Laugavegi 1. Eftir langa kvöldfundi varð hann því oft að fara á sinn vinnustað og undirbúa starfið þar fyrir næsta dag. Fyrir undirritaðan var það mikið happ og ánægja að fá tækifæri til að starfa með Sveini Björnssyni um 40 ára skeið að framgangi íþróttamála og kynnast dugnaði, framsýni og vinnuþreki hans. Heilsteyptar tillög- ur hans léttu störfin hjá öðrum og sérstök ánægja var að vinna að fram- gangi þeirra. Samstarfsmenn í Ólympíunefndinni þakka frábær störf og árangursríkt samstarf. Fyrir hin umfangsmiklu félagsstörf hafði Sveinn verið sæmdur mörgum æðstu heiðursmerkjum íþróttahreyf- ingarinnar hér og á Norðurlöndum, þá hafði hann hlotið viðurkenningu frá Alþjóðaólympíunefndinni og for- seti íslands sæmdi hann riddara- krossi fálkaorðunnar. Sveinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Áslaug Jónsdóttir, en hún lést 1960. Þau eignuðust tvö börn, Margréti og Björn. Eftirlifandi kona Sveins er Ragnheiður G. Thorsteins- son, þau eignuðust einnig tvö börn, þá Geir og Svein. Ávallt hefur fjöl- skyldan verið einkar samhent og hún studdi Svein í hinum umfangsmiklu störfum hans. Margoft var Ragnheið- ur með honum á hinum mörgu ferð- um, sem hann þurfti að fara á vegum íþróttahreyfingarinnar. Var mér vel kunnugt um að það kunni Sveinn vel að meta og var hans styrkur. Að leiðarlokum mun ég ávallt minnast góðs vinar, sem starfaði alla tíð með frábæru viljaþreki, heilshug- ar í þágu æsku þessa lands. Gísli Halldórsson, heiðursforseti ÍSÍ Hinsta kveðja Við fráfall Sveins Björnssonar er horfinn af sjónarsviðinu einn af þekktustu og áhrifamestu forystu- mönnum íþróttahreyfingarinnar. Tíminn og orkan sem hann lagði af mörkum á vettvangi íþróttanna var með ólíkindum. Enda er það degin- um Ijósara að með starfi sínu að fram- gangi og eflingu íþróttanna, öðlaðist Sveinn ákveðna lífsfylIingu sem hon- um var mikils virði. Með sanni má segja að íþróttirnar og velferð þeirra hafi verið hans hálfa líf. Islensk íþróttahreyfing stendur í ómældri þakkarskuld við Svein Björnsson og þá ekki síður við fjöl- skyldu hans, sem skildi hugsjónastarf hans og studdi hann og hvatti til fórn- frekra starfa. Allur sá mikli fjöldi karla og kvenna sem hefur tekið þátt í forystu- störfum í íþróttafélögum, bandalög- um, samböndum og öðrum ábyrgð- arstörfum kunni að metaSvein. Hann var mikilhæfur foringi, vinsæll og vellátinn. Sveinn Björnsson var myndarlegur maður á velli, hávaxinn og höfðing- legur. Hann hafði þægilega fram- komu, háttvís og prúður og bauð af sér einstaklega góðan þokka. Eitt af hans síðustu formlegu verk- um, sem forseti ÍSÍ, var að undirrita samstarfssamning við virt fyrirtæki hér í borg þar sem gert er ráð fyrir 2ja árafjárhagsstuðningi vðeflingu ungl- ingastarfs á vegum ÍSÍ. í jafn fjölmennri og margþættri hreyfingu sem íþróttahreyfingin er, getur oft verið stormasamt og skiptar skoðanir. Hart getur verið barist, rétt eins og á sjálfum vettvangi keppnis- íþróttanna. Sveinn Björnsson fórekki varhluta af þessari staðreynd, fremur en flestir aðrir sem til forystu eru kjörnir. Hann lét þó ekki deigan síga og fékk notið þess að sjá mörg af sínum mestu áhugamálum verða að veruleika. Það var honum mest virði. Sveinn var helsjúkur maður undir það síðasta. Það var öllum Ijóst og einnig honum sjálfum. En slíkur var hugurinn og þrekið að hann lét veik- indin ekki aftra sér frá því að starfa og standa uppréttur til hinstu stundar. Hann varðveitti hetjulundina og keppnisandann fram á síðasta fund, fram á síðustu stund. Hann lifði og dó eins og sönnum íþróttamanni sæmir. Minning hans mun lifa. Framkvæmdastjórn ÍSÍ 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.