Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 27

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 27
íslandsmeistarar Keflavíkur 1973. Aftari röð frá vinstri: Joe Hooley, þjálfari, Einar Gunnarsson, Lúðvík Gunnarsson, Guðni Kjartansson, Gunnar Jónsson, Jón Sveinsson, Þorsteinn Ólafsson, Ólafur Júlíusson, Stefán Jónsson og Jón Ólafur Jónsson. Fremri röð frá vinstri: Karl Hermannsson, Grétar Magnús- son, Gísli Torfason, Ástráður Gunnarsson, Albert Hjálmarsson, Steinar Jó- hannsson, Hjörtur Zakaríasson, Vilhjálmur Ketilsson og Friðrik Ragnarsson. GULLALDARLIÐIÐ Frá árinu 1964 til 1975 átti ÍBKá að skipa einu allra sterkasta knattspyrnuliði landsinsogvar liðið íslandsmeistari ífjögur skipti átíu áratímabili. Með liðinu léku þá nokkriraf þekktustu knattspyrnumönnum landsinsfyrr ogsíðarogalls náðu 17 leikmenn ÍBK að leika með íslenska landsliðinu á þessum árum. Myndin hér að ofan er af íslandsmeisturum ÍBK árið 1973 og íþróttblaðið fékk Magnús Haraldsson, stjórnarmann ÍBK frá velgengnisárunum, til þess að segja sér hvað „gömlu" knattspyrnustjörnur ÍBK eru að gera f dag. Talan í sviganum segir til um hversu oft viðkomandi leikmaður varð íslandsmeistari í meistara- flokki. EINAR GUNNARSSON (3) — starfsmaður í Fríhöfninni á Keflavíkurflug- velli. LÚÐVÍK GUNNARSSON (1) — pípulagningaverktaki í Keflavík. GUÐNI KJARTANSSON (4) — íþróttakennari við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. GUNNAR JÓNSSON (2) — kennari við Myllubakkaskóla í Keflavík. JÓN SVEINSSON (1) — býr í Svíþjóð og starfar sem sölumaður. ÞORSTEINN ÓLAFSSON (3) — sölustjóri hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn í Reykjavík. ÓLAFUR JÚLÍUSSON (2) - málaraverktaki í Keflavík. STEFÁN JÓNSSON (1) — prentari í prentsmiðjunni Grágás. JÓN ÓLAFUR JÓNSSON (4) — fulltrúi í íslandsbanka í Keflavík. KARL HERMANNSSON (4) — aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík. GRÉTAR MAGNÚSSON (4) — rafverktaki á Keflavíkurflugvelli. GÍSLI TORFASON (2) — kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. ÁSTRÁÐUR GUNNARSSON (3) — fulltrúi hjá Sparisjóðnum í Keflavík ALBERT HJÁLMARSSON (2) — pípulagningarmeistari á Keflavíkurflugvelli. STEINAR JÓHANNSSON (3) - kennari við Myllubakkaskóla í Keflavík. HJÖRTUR ZAKARÍASSON (3) - bæjarritari í Keflavík. VILHJÁLMUR KETILSSON (3) — skólastjóri Myllubakkaskóla í Keflavík. FRIÐRIK RAGNARSSON (3) — býríManchesteráEnglandiogermálningar- verktaki. SÖGUR AF HOOLEY Englendingurinn Joe Hooley, sem þjálfaði ÍBK árið 1973, er án efa einn litríkasti þjálfari sem hefur starfað hér á landi. Arið 1984 kom út blað í Keflavík sem hét Meistarablað ÍBKen í þvferu sögur af Hooley rifjaður upp. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ gluggaði í blaðið og birtir nokkrar sögur. ÉG VIL GOTT LIÐ Einhverju sinni var ákveðið að hvíla grasvöllinn í Keflavík sem var orðinn slæmur og láta æfingar Kefla- vfkurliðsins fara fram á möl. Hooley var afar óhress með það og sagði: „Þið viljið eiga fallegan og góðan grasvöll en lélegt lið. Eg miklu frekar hafa völlinn lélegan og eiga gott lið." FÓR í FÚSSI Þegar Keflavík lék sinn síðasta leik árið 1973 gegn Breiðabliki og gerði jafntefli, 4:4, varð Hooley trítilóður. Liðið var þegar orðið íslandsmeistari og leikmennirnirtóku það létt í leikn- um gegn Blikunum. „Þetta er ekki það sem ég er búinn að vera að kenna strákunum," sagði hann þegar hann rauk í burtu af vellinum og heim til sín. Hann mætti síðan ekki í lokahóf liðsins um kvöldið þótt menn færu heim til hans og bæðu hann um að koma. Þegar hann var búinn að bíta eitthvað í sig gaf hann ekkert eftir. Hann vildi ekkert með leik- menn hafa sem höfðu ekki áhuga á því að leika góða knattspyrnu. Það var hans heitasta ósk að vinna stór- sigur á Breiðabliki í síðasta leiknum. HOOLEY ERFIÐUR Þótt Hooley hafi þótt snjall þjálfari var erfitt að lynda við hann. Hann hékk ýmist hjá Hafsteini í Sundhöll- inni eða Magnús í Sportvík og var aðeins heima hjá sér yfir hánóttina. Hann var stöðugt að hóta því að fara og sagðist oft vera með tilboð frá hin- um og þessum liðum úti í heimi. Þá var hann alltaf að óska eftir því að fá farseðil í hendurnar. Forráðamenn ÍBK sögðust varla þora að bregða sér til Reykjavíkur því þeir bjuggust allt eins við því að Hooley flygi af landi brott á meðan. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.