Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 61

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 61
Carl Lewis setur nýtt heimsmet á heimsmeistaramótinu í Tokyo og Seiko vídeóupptaka staðfestir það. POTTÞÉTT Á þriðja heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum, sem fór fram í Japan síðastliðið sumar, var notuð hágæða tímataka og myndataka til þess að skera úr um röð keppenda í hlaupa- greinunum. Það var SEIKO sem sá um að enginn ágreiningur kæmi upp og kynnti fyrirtækið svokallaðan „OFFICIAL TIMER" sem er Seiko vídeóupptöku „línu skanner" (Video Photo Finish). Meðfylgjandi mynd sýnir í hvað röð keppendur koma í mark þegar Carl Lewis setti heims- metið í 100 metra hlaupi. Það tók Seiko 5 ára að þróa „línu skannerinn" en munurinn á honum og þeim sem voru notaðir áður er sá að þessi sýnir úrslitin samstundis en í hinum tók það einhvern tíma að framkalla filmuna til þess að sjá nið- urstöðurnar. Næstu ellefu mánuði mun þetta tæki verða notað á mörg- um íþróttaviðburðum og meðal ann- ars á Ólympíuleikunum í Barcelona á næsta ári. NÚMERIÐ AÐ FRAMAN í úrslitakeppni heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu sem fer fram í Bandaríkjunum árið 1994 verður bryddað upp á þeirri nýj- ung fyrir áhorfendur og fjölmiðla að leikmenn verði með númerið framan á treyjunni og nafnið sitt að aftanverðu. Þetta eru athyglis- verðar nýjungar sem falla örugg- lega vel í kramið. Eldhressir hádegisspriklarar með Bryndísi þjálfara í fanginu. HEILBRIGÐI í HÁDEGINU Ljósmyndari íþróttablaðsins átti leið framhjá DANSSTÚDÍÓ SÓLEYJ- AR í hádeginu um daginn og rann á forvitnilegt hljóð sem samanstóð af hressri tónlist, hröðum andardrætti karlmanna og skærri stúlkurödd sem réð greinilega ferðinni. Þegar betur var að gáð kom í Ijós að þarna var samankominn hópur karlmanna, á besta alt^ri, sem stundar þrek og teyj- ur í hádeginu, þrisvar í viku undir stjórn hressrar stúlku. Hvað er ákjósanlegra en að fara á eldfjöruga þrekæfingu í hádeginu í stað þess að háma í sig hamborgara ogfranskar? Þeir karlmenn, sem æfa í hádeginu hjá Sóleyju, ákváðu að breyta um lífsstíl og halda sér í góðu formi ístað þess að safna aukakílóum utan á kroppinn. Það er staðreynd að eftir að hafa púlað í um klukkustund er vellíðanin svo mikil að starfsorkan eykst til muna. Það er í raun löngu orðið tímabært að fólk nýti tíma sinn til fullnustu oggeri eitthvað fyrir sjálft sig í stað þess að horfa út um glugg- ann, naga á sér neglurnar og nenna aldrei að drífa sig af stað. Tíminn í hádeginu hjá Sóleyju samanstendur af skemmtilegri upp- hitun, fjölbreyttum æfingum, sippi, hlaupum upp stiga, magaæfingum og armbeygjum, teygjum og slökun. Er hægt að verja hádeginu á betri hátt? Varla! Þarnavoru samankomnir nokkrir vinir, menn úr ýmsum starfs- greinum í lítilli æfingu eða mikilli æf- ingu (þeir eru reyndar allir að komast í toppæfingu) en tíminn nýtist öllum til fullnustu. Af stað nú! ÚR ÝMSUM ÁTTUM * DINO ZOFF, fyrrum lands- liðsmarkvörður ítala og núver- andi þjálfari, hefur verið heiðrað- ur af hinni alþjóðlegu FAIR-PLAY nefnd fyrir það að hafa verið tákn hins sanna íþróttamanns þegar hann lék sem atvinnumaður. * BERGÞÓR MAGNÚSSON, fyrrum leikmaður Vals í knatt- spyrnu, sem lék með Skallagrími í fyrrasumar, ætlar að leika með Val að nýju á næsta ári. * JÓNAS HALLGRÍMSSON, sem hefur leikið með HSÞ-b og Völsungi ætlar hugsanlega að leika með Völsungi næsta sumar en ekki HSÞ-b. * SÆVAR GEIR GUNNLEIFS- SON, fyrrum leikmaður Snæfells og Breiðabliks, hefur hug á því að taka fram knattspyrnuskóna næsta sumar eftir nokkurra ára hvíld. Hann er 27 ára gamall og ætlar að reyna fyrir sér hjá Val. Menn fara endurnærðir í vinnuna eftir þrek- og teygjuæfingar með Bryndísi í hádeginu. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.