Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Side 61

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Side 61
Carl Lewis setur nýtt heimsmet á heimsmeistaramótinu í Tokyo og Seiko vídeóupptaka staðfestir það. POTTÞÉTT Á þriðja heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum, sem fór fram í Japan síðastliðið sumar, var notuð hágæða tímataka og myndataka til þess að skera úr um röð keppenda í hlaupa- greinunum. Það var SEIKO sem sá um að enginn ágreiningur kæmi upp og kynnti fyrirtækið svokallaðan „OFFICIAL TIMER" sem er Seiko vídeóupptöku „línu skanner" (Video Photo Finish). Meðfylgjandi mynd sýnir í hvað röð keppendur koma í mark þegar Carl Lewis setti heims- metið í 100 metra hlaupi. Það tók Seiko 5 ára að þróa „línu skannerinn" en munurinn á honum og þeim sem voru notaðir áður er sá að þessi sýnir úrslitin samstundis en í hinum tók það einhvern tíma að framkalla filmuna til þess að sjá nið- urstöðurnar. Næstu ellefu mánuði mun þetta tæki verða notað á mörg- um íþróttaviðburðum og meðal ann- ars á Ólympíuleikunum í Barcelona á næsta ári. NÚMERIÐ AÐ FRAMAN í úrslitakeppni heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu sem fer fram í Bandaríkjunum árið 1994 verður bryddað upp á þeirri nýj- ung fyrir áhorfendur og fjölmiðla að leikmenn verði með númerið framan á treyjunni og nafnið sitt að aftanverðu. Þetta eru athyglis- verðar nýjungar sem falla örugg- lega vel í kramið. Eldhressir hádegisspriklarar með Bryndísi þjálfara í fanginu. HEILBRIGÐI í HÁDEGINU Ljósmyndari íþróttablaðsins átti leið framhjá DANSSTÚDÍÓ SÓLEYJ- AR í hádeginu um daginn og rann á forvitnilegt hljóð sem samanstóð af hressri tónlist, hröðum andardrætti karlmanna og skærri stúlkurödd sem réð greinilega ferðinni. Þegar betur var að gáð kom í Ijós að þarna var samankominn hópur karlmanna, á besta alt^ri, sem stundar þrek og teyj- ur í hádeginu, þrisvar í viku undir stjórn hressrar stúlku. Hvað er ákjósanlegra en að fara á eldfjöruga þrekæfingu í hádeginu í stað þess að háma í sig hamborgara ogfranskar? Þeir karlmenn, sem æfa í hádeginu hjá Sóleyju, ákváðu að breyta um lífsstíl og halda sér í góðu formi ístað þess að safna aukakílóum utan á kroppinn. Það er staðreynd að eftir að hafa púlað í um klukkustund er vellíðanin svo mikil að starfsorkan eykst til muna. Það er í raun löngu orðið tímabært að fólk nýti tíma sinn til fullnustu oggeri eitthvað fyrir sjálft sig í stað þess að horfa út um glugg- ann, naga á sér neglurnar og nenna aldrei að drífa sig af stað. Tíminn í hádeginu hjá Sóleyju samanstendur af skemmtilegri upp- hitun, fjölbreyttum æfingum, sippi, hlaupum upp stiga, magaæfingum og armbeygjum, teygjum og slökun. Er hægt að verja hádeginu á betri hátt? Varla! Þarnavoru samankomnir nokkrir vinir, menn úr ýmsum starfs- greinum í lítilli æfingu eða mikilli æf- ingu (þeir eru reyndar allir að komast í toppæfingu) en tíminn nýtist öllum til fullnustu. Af stað nú! ÚR ÝMSUM ÁTTUM * DINO ZOFF, fyrrum lands- liðsmarkvörður ítala og núver- andi þjálfari, hefur verið heiðrað- ur af hinni alþjóðlegu FAIR-PLAY nefnd fyrir það að hafa verið tákn hins sanna íþróttamanns þegar hann lék sem atvinnumaður. * BERGÞÓR MAGNÚSSON, fyrrum leikmaður Vals í knatt- spyrnu, sem lék með Skallagrími í fyrrasumar, ætlar að leika með Val að nýju á næsta ári. * JÓNAS HALLGRÍMSSON, sem hefur leikið með HSÞ-b og Völsungi ætlar hugsanlega að leika með Völsungi næsta sumar en ekki HSÞ-b. * SÆVAR GEIR GUNNLEIFS- SON, fyrrum leikmaður Snæfells og Breiðabliks, hefur hug á því að taka fram knattspyrnuskóna næsta sumar eftir nokkurra ára hvíld. Hann er 27 ára gamall og ætlar að reyna fyrir sér hjá Val. Menn fara endurnærðir í vinnuna eftir þrek- og teygjuæfingar með Bryndísi í hádeginu. 61

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.