Íþróttablaðið - 01.11.1991, Page 21
Meistaraflokkur ÍBK í körfubolta karla 1991.
Meistaraflokkur ÍBK í körfubolta kvenna 1991.
— Fylgistu vel með öllum grein-
um?
„Já, ég geri það og ber í raun skylda
til þess þvíégervaraformaðurfélags-
ins. Þó viðurkenni ég að ég sæki fót-
boltaleiki ekki oft og handboltaleiki
enn síður. Hér á árum áður var ég
„ýktur" knattspyrnuáhugamaður, ef
svo má að orði komast, og sótti meira
að segja Evrópuleiki IBK sem voru
erlendis."
— Er einhver einn leikur öðrum
eftirminnilegri hjá þér frá því körf-
boltinn reis til vegs og virðingar í
Keflavík?
„Þeir eru í raun tveir. Leikurinn
gegn Armanni, sem tapaðist með
einu stigi í Njarðvík þegar liðin léku
til úrslita um það hvort ynni sér sæti í
úrvalsdeildinni, líður mér seint úr
minni. Danny Shous lék með Ar-
manni á þeim tíma og í leiknum var
honum gefið stig úr víti sem hann
skoraði aldrei. Við kærðum og sýnd-
um vídeóupptöku sem sannaði okkar
mál en allt kom fyrirekki. Úrslitaleik-
urinn við Valsmenn í Laugardalshöll-
inni um íslandsmeistaratitilinn,
þegar Brad Miley lék með okkur, er
líka ógleymanlegur. Sá leikur tapað-
ist líka og mjög umdeilt atvik í lok
leiksins gerði útslagið. Undir lok
leiksins voru dæmdar þrjár sekúndur
á Brad Miley sem enginn í húsinu
skildi nema Sigurður Valur dómari.
Leikurinn tapaðist með einu stigi.
Þetta eru þeir leikir sem koma oftast
upp í hugann. Islandsmeistaratiti11
ÍBK árið 1989 er vitanlega hápunkt-
urinn hjá okkur og minnisstæðastur.
Það sem er líka ákaflega minnis-
stætt er allt það frábæra fólk sem hef-
ur verið í kringum körfuboltann í
Keflavík og hafið hann til vegs og
virðingar. Maður hefur eytt í þetta
ómældum tíma og þegar maður lítur
til baka sér maður hvernig starfið
manns hefur borið ávöxt. Já, ég hef
fengið mikið til baka og ég held að
menn kunni að meta það sem ég hef
gert fyrir félagið. Annars vil ég endi-
lega að það komi fram að Stefán Arn-
„Jón Kr. Gíslason er toppmaður,"
segir Sigurður.
arson á heiðurinn af árangri yngri
flokkanna sfðustu árin. Unglinga-
starfið hefur hvflt á honum síðustu 6
árin og hann hefur unnið gífurlega
óeigingjarnt starf. Hann þjálfaði
flesta flokka og rak unglingastarfið
eins og það lagði sig. Hann er topp-
maður og gulls ígildi fyrir félagið."
— Er gamli góði rígurinn á milli
Keflavíkur og Njarðvíkur alltaf til
staðar?
„Já, hann er það og líklega er hann
nauðsynlegur. Það er staðreynd að
Njarðvíkingar eru okkur fremri í
körfuboltanum í dag — alla vega í
meistaraflokki. Það er bara spurning
hvenær við náum að brjóta þennan
Njarðvíkurdraug af okkur. Það er
eins og þeir bæti við sig þegar þeir
mæta gulu búningunum og að sama
skapi er eins og við förum á taugum
þegar við sjáum grænu búningana.
Sum árin höfum við verið með tölu-
vert betra lið á pappírnum en þeir en
það virðist ekki duga. Njarðvíkingar
virðast alltaf koma með einn og einn
körfuboltamann sem er illviðráðan-
legur. Nægir þar að nefna Val Ingi-
mundarson ogTeitÖrlygsson. Þaðer
alltaf gaman að innbyrðisleikjum lið-
anna og úrslitaleikirnir í fyrra voru
stórkostleg skemmtun."
21