Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 41

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 41
Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ skrifar undir samstarfssamning á íþróttasviðinu við Eystrasaltsríkin í maí s.l. syn væri fyrir alla er sæti ættu í yfir- stjórn, að fylgjast með störfum félag- anna til þess að vita hvar skórinn kreppti mest að í grasrótinni. Enda lagði hann ávallt áherslu á það, að félagsstörfin í íþróttafélögunum væru undirstaðan að gróskumiklu íþrótta- starfi í landinu. Eftir að Sveinn tók að sér stjórnar- störf hjá ÍSÍ hlóðust á hann margs- konar viðbótarstörf. T.d. samþykkti íþróttaþing árið 1966, að koma upp stóru íþróttamóti á 10 ára fresti, það fyrsta skyldi haldið 1970. Mót þetta var nýmæli og þurfti að skipuleggja það frá grunni. Var Sveinn fenginn til þess að vera formaður nefndar sem sjá átti um allan undirbúning og framkvæmd. Formennskan fór hon- um svo vel úr hendi, að mótið varð strax það stærsta sem þá hafði verið haldið. Var þá ákveðið að halda áfram með slík mót og var Sveinn valinn þar til forystu bæði árið 1980 og 1990. Árið 1969 er Sveinn kosinn fulltrúi ÍSÍ í íþróttanefnd ríkisins og átti hann sæti í þeirri nefnd til dauðadags. Þar vann hann mikið starf fyrir alla lands- byggðina m.a. með því að leitast við að auka það fé, sem ríkisvaldið veitti til styrktar íþróttamannvirkjum víttog breitt um landið. Samkvæmt lögum átti að veita ákveðið hlutfall af kostn- aði íþróttamannvirkja í styrk til byggjenda, en aldrei var hægt að standa við það fyrirheit. Nefndin hafði einnig með að gera úthlutun úr félagsheimilasjóði. Lengst af var sá sjóður einnig févana. Sveinn beitti sér því mjög fyrir því að framlög til þessa sjóðs yrðu hækkuð til muna. I því sambandi þurfti að fá alþingis- menn til að hækka framlagtil þeirra á fjárlögum. En það var ávallt þungt fyrir fæti með slíkt. En það einkenni- lega var, að stundum komu alþingis- menn til hans og báðu hann um að hækka framlag til félagsheimila í sín- um byggðarlögum. Sveinn var rétt- sýnn íöllumsínumgjörðumoglofaði að skoða hvert mál fyrir sig. En hann fékk við slíkar heimsóknir kærkomið tækifæri til að benda alþingismönn- um á, að þeir gætu leyst þessi mál með hærri framlögum frá Alþingi. Árið 1970 var Sveinn kjörinn vara- forseti ÍSÍ ogtókað sérenn aukin störf hjá sambandinu. Við það jukust m.a. ferðalög mikið innanlands og utan. Lagði hann sig mjög fram um að mæta á sem flestum héraðsþingum íþróttamanna um land allt. Var það ávallt vel þegið af heimamönnum, enda hafði Sveinn ávalltfrá mörgu að segja um framvindu íþróttamála í landinu, svo og leggja á ráðin um stefnumarkandi mál fyrir næstu fram- tíð. Á þennan hátt má segja, að hann hafi haldið um púls íþróttahreyfing- arinnar í áraraðir. Enn bætti Sveinn við sig mikilvæg- um verkefnum 1973, er hann var kjörinn varaformaður Ólympíu- nefndar íslands. Starf nefndarinnar er m.a. fólgið íþví, aðaflafjártil styrktar þeim er valdir eru til keppni á Ól- ympíuleikunum, svo og til að kosta alla för íþróttamanna á leikana. Þá eru mikil samskipti við Ólymp- íunefndir annarra þjóða. Sveinn vann mikil störf í þágu nefndarinnar af mikilli fyrirhyggju. Fjórum sinnum var hann valinn aðalfararstjóri á Ól- ympíuleikana, en það er þrotlaus vinna frá morgni til kvölds meðan á leikunum stendur, en það eru 20 dagar. Þá mætti hann mjög oft á al- þjóðafundum hreyfingarinnar. Skýrslur sem Sveinn gaf eftir slíka fundi, voru eftirsóknarverðar fyrir þá sem heima sátu vegna þess hversu greinargóðar og nákvæmar þær voru um allt sem fram fór á viðkomandi fundi. Slíkar skýrslur eru ekki aðeins mikils virði fyrir líðandi stund, heldur einnig fyrir alla framtíð, þar sem þar kemur fram hið umfangsmikla al- þjóðastarf, sem við tökum nú þátt í á íþróttasviðinu. Þegar fyrrverandi forseti ÍSI lét af störfum árið 1980, var Sveinn sjálf- kjörinn forseti sambandsins, enda hafði hann þá sýnt í verki, að enginn væri hæfari en hann, að veita heild- arsamtökum íþróttamanna forystu. Eitt af fyrstu verkum eftir kjörið var að veita Íþróttahátíð ÍSÍ forystu og stjórna henni. Allir luku upp lofsorði fyrir frábæra skipulagningu mótsins, enda lagði hann ávallt mikla vinnu í allan slíkan undirbúning. Skipti þá engu þótt hann yrði að leggja nótt við dag til að setja saman tímaseðla um alltmótiðog komaslíkum upplýsing- um til stjórnenda einstakra íþrótta- hópa og liða. Sjálfur var hann svo yfirleikstjóri, sem tryggði að allt færi fram samkvæmt fyrirfram gerðri stundaskrá. Sveinn hafði ávallt mikinn hug á að bætafjárhag íþróttahreyfingarinn- ar. Engum var kunnugra en honum um bágan fjárhag, er stóð hreyfing- unni fyrir þrifum. Þess vegna lagði hann ofurkapp á að Islenskri getspá, „Lottó", yrði hrint af stað, enda hafði ÍSÍ þá einkaleyfi á slíku happdrætti. Eftir mikla baráttu varð honum að ósk sinni og fyrirtækið tók til starfa fyrir 5 árum, að vísu í samvinnu við aðra, að ósk Alþingis. Fyrirtæki þetta hefur dafnað og vaxið og er nú undirstaðan að margháttuðum framkvæmdum íþróttahreyfingarinnar um iand allt. Byggingarmál heildarsamtakanna lét Sveinn mikið til sín taka. Hann vildi skapa þeim sem besta vinnuað- stöðu í íþróttamiðstöðinni. Honum var Ijóst, að án slíkrar aðstöðu gætu sérsamböndin ekki innt skyldur sínar við félög og héraðssambönd á lands- byggðinni, þess vegna lagði hann á 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.