Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Síða 10

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Síða 10
Hún segist vera nokkuð ákveðin í því að verða einhver fræðingur þegar hún er orðin stór. „Ég hef mikinn áhuga á því sem gerðist fyrir langa löngu og langartil að verðafornleifa- fræðingur, sagnfræðingur eða lífeðl- HAFNARGATA 57, 230 KEFLAVlK SÍMI 92-15222, FAX 92-15223 Berglind Daðadóttir og Eygló Tómasdóttir halda hér á Eydísi Konráðsdóttur. Þetta er þrjár af efnilegustu sundstúlkum landsins. isfræðingur. Helst vil ég hafa dr. fyrir framan nafnið mitt." Þetta kallast víst að vera ákveðinn unglingur. Eydís Konráðsdóttir er talin ein efnilegasta sundstúlka landsins en hennar aðalgreinar eru flugsund og baksund. Hún á einhver hnátu- og meyjamet frá sínum yngri árum og er íslandsmethafi í 100 metra bringu- sundi í sínum aldursflokki. „Ég hef líka smá áhuga á fjórsundi," segir Eydís. Eydís segist hafa haft þá áráttu að herma alltaf eftir bróður sínum þegar hún var yngri og byrjað að æfa sund þegar hann, sem er 16 ára í dag, byrj- að að æfa sund. „Þegar hann byrjaði síðan að læra á píanó byrjaði ég að læraáselló." Eydís hefur æft í rúm 5 ár og setur markið greinilega hátt. „Takmarkið hjá mér í dag er að komast á Evrópu- meistaramót unglinga sem verður á næsta ári. Lengra hugsa ég eiginlega ekki í bili." — Hefurðu stundað aðrar íþrótta- greinar? „Já, ég var í fimleikum í eitt ár en hætti því það var svo leiðinilegt. Maður lærði eiginlega allt strax og svo varla neitt til viðbótar það sem eftir var vetrar." — Ertu ánægð með þjálfarann þinn? „Já, mér finnst hann mjög góður. Áður var maður látinn synda mjög langt og oft bara á kraftinum en Mart- in byggir allt upp á tækni og lætur mann hugsa vandlega um það sem maður er að gera." Þessir unglingar eiga framtíðina fyrir sér í sundi. Þeir höfnuðu í þriðja sæti á aldursflokkamótinu í sundi í ár en ætla örugglega að gera betur á næsta ári. Biate, þjálfarinn, er fyrir miðið í öftustu röð.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.