Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 54

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 54
Nökkva Jónssyni og Bandaríkja- manninum Jonathan Bow, mynda mjög góða heild. Bow hefur sýnt það bæði hjá Haukum og KR að hann er mjög góður leikmaður og fellur vel inn í liðin. Hann hefur mikinn stökk- kraft og er góður undir körfunni. Það verður gaman að sjá hvernig pressu- vörn þeirra Keflvíkinga kemur út sem þeir beita óspart út um allan völl. Veikleiki liðsins, ef einhver er, er að leikmennirnir eru ekki nógu háir. GRINDAVÍK: Þeir hafa fengið Pálmar Sigurðsson frá Haukum og verður gaman að sjá hann í nýju liði. Hann hefur ekki leikið vel í tvö ár en er á þeim aldri núna að hann ætti að vera sem besturog kannski á það eftir að gera honum gott að skipta um um- hverfi. Grindvíkingar hafa ekki stór- an leikmannahóp en geta stillt upp mjög góðu fimm manna liði með Guðmund Bragason sem besta mann. Bandaríkjamaðurinn Dan Krebbs leikur áfram með liðinu og þjálfari er Gunnar Þorvarðarson. Grindvíkingar hafa sterkan heima- völl, ekki síst vegna hinna öflugu klappstýra liðsins. VALUR: LiðValsereittstórtspurn- ingarmerki. Liðið vann Reykjavíkur- mótið en tapaði svo fyrsta leiknum í deildinni á móti Kanalausum Hauk- um, þannig að liðið verður óútreikn- anlegt. Valurer með hæstu leikmenn í deildinni, með 4 leikmenn yfir 2 metra og hefur fengið til liðs við sig hinn stórkostlega Franc Booker og Tómas Holton, þannig að bakvarðar- stöðurnar eru vel mannaðar. Það verður fróðlegt að fylgjast með sam- vinnu þeirra Bookers og Magnúsar Matthíassonar, besta leikmanns Ur- valsdeildarinnar í fyrra. Þjálfari Vals er Sovétmaðurinn VladimirObukov. Bikarmeistarar KR ætla sér örugglega titil í vetur. Jonathan Bow skipti yfir í KR í ÍBK og hefur leikið vel það sem af er mót- inu. HAUKAR: Hjá Haukum hefur verið skipt um leikstjórnanda. Jón Örn Guðmundsson, sem kom frá Þór, tekur við af Pálmari Sigurðssyni. Það er mikill baráttuandi í liðinu sem getur fleytt þeim langt. Til þess að liðiðeigi að ná langt verða bræðurnir Jón Arnar og Pétur Ingvarssynir að leika mjög vel. Með liðinu leikur Bandaríkjamaðurinn Mike Dizaar. Ólafur Rafnsson er tekinn við sem þjálfari og er þetta fyrsta ár hans sem þjálfari meistaraflokks. ÞOR: Þeir eru með svipað lið og í fyrra en hafa fengið nýjan þjálfara, Brad Casey, sem virðist vera að gera góða hluti með liðið og Sturla Ör- lygsson geturnúeinbeittsérað þvíað leika með liðinu. í liðið hefur alltaf vantað aga og eins hefur breiddin ekki verið mikil. Þeir hafa sterkan heimavöll en hefur gengið illa í úti- leikjunum. Með liðinu leikurMicha- el Ingram sem á margan hátt líkist Rondey Robinson hjá Njarðvík." — Hvernig hefur þróunin verið í körfuboltanum hér á landi að undan- förnu? „Boltinn fer batnandi og fram- farirnar eru miklar. Við eigum fleiri jafna leikmenn og síðan nokkrar stjörnur sem við áttum einnig á árum áður en þá áttum við lítið annað. Unglingaþjálfunin erorðin mun betri en áður en mætti samt batna til J ÞAÐ ER BARA BÆJARLEIÐ í BORGARNES VIÐ BORGARF<JARÐARBRU Komið við í einni glœsilegustu Kjörbúð með miklu matvöruúrvali - Veitingasalur - þjónusumiðstöð landsins. Greiðasala - Olíu- og bensínsala - Utibú Sparisjóðs Opið virka daga frá kl. 8:00 - 23:00 Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Úrvals Laugardaga og sunnudagafrá kl. 9:00-23:00 snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn. KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA - OLÍUFÉLAGIÐ HF. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.