Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 36

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 36
Magnús Ver þarf ekki að vera fjórhentur til þess að bera af í heiminum í aflraunum því hann veit ávallt hvað klukkan slær þegar kraftakeppnir eru annars vegar. unum um borð því það veiddist ekk- ert." Fyrir austan byrjaði Magnús Ver í boltaíþróttum einsog svo margiraðr- ir. Hann segist hafa stundað fóbolta, handbolta og körfubolta á sínum yngri árum en aldrei fundið sig íþeim greinum. „Þegar Óskar Sigurpálsson kom til starfa sem lögreglumaður á Seyðisfirði kynntist ég lóðum fyrst. Hann lét panta slatta af lóðum og ég mætti fyrstur á svæðið þegar búið var að koma þeim fyrir. Upp frá því var ekki aftur snúið." Þar sem Magnús missti föður sinn aðeins ársgamall spurði ég hvort hann og móðir hans væru ekki náin. „Því miður sjáumst við ekki nema tvisvar sinnum á ári. Hún býr á Egils- stöðum ásamt fósturföður mínum." — Hversu miklar tilfinningar rúm- ast í svona stórum skrokki? „Ég er ekki tilfinningalaus." — Ertu tilfinninganæmur? „Kannski á sumum sviðum — öðr- um ekki." — Græturðu stundum? „Nei." — Ekki einu sinni þegar þú vannst titilinn á dögunum? „Nei, en konan mín grét." Eiginkona Magnúsar Vers heitir Lilja Bjarnþórsdóttir en þau eiga þriggja ára gamla dóttur sem heitir Maríanna. Magnús og Lilja kynntust í helli — reyndar ekki bara einhverj- um helli en það var trefill í óskilum sem varð tiI þess að þau rugluðu sam- an reytum. „Ég var að vinna sem dyravörður á veitingastaðnum Hellinum við Tryggvagötu þegar ég sá hana fyrst. Við tókum tal saman vegna trefils sem var í óskilum í Hellinum og kvöldi síðar rakst ég á hana á Hótel Borg. Upp frá því höfum við verið í einni sæng." Magnús er nokkuð viss um það að frami hans sem kraftlyftingamaður hefði verið mun skjótari ef hann hefði komist fyrr í kynni við lóðin. Samt sem áður hefur hann tvívegis orðið Evrópumeistari en það er besti árang- ur íslendings í kraftlyftingum. „Skúli Óskarsson setti reyndar heimsmet á sínum tíma en hann varð aldrei heimsmeistari," segir Magnús. „Ann- ars var það skemmtilegast af öllu að ná bestum árangri yfir alla flokka á síðasta Evrópumeistaramóti því það er oft erfitt að skáka „litlu körlunum". Menn fá reiknuð stig miðað við eigin þyngd og hversu miklu þeir lyfta og það er yfirleitt hagstæðara fyrir létta keppendur." íslandsmetin sem Magnús Ver á um þessar mundir eru 5 en 12-14 sinnum hefur hann bætt íslandsmet- in. Þó segist hann ekki vera með það alveg á hreinu. Að auki setti hann fjölda unglingameta, á sínum tima, sem hann kann ekki að þylja upp. Magnús á líka hæsta stigaskor íslend- ings fyrir samanlagðan árangur í kraftlyftingum, sem er 529 stig fyrir það að lyfta 1015,5 kg. Hjalti Úrsus Hf-TEC „ÞÚ SKALT EIGA MIG Á FÆTI" 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.