Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 44

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 44
Innlit í splunkunýja I íkamsræktarstöð Ármanns Texti: Atli Hilmarsson Júdódeild Ármanns opnaði nú í september mjög fullkomna líkams- ræktarstöð að Einholti 6 í Reykjavík. Ármenningar hafa haft aðstöðu fyrir júdómenn sína í húsinu síðustu tvö árin en hafa nú stórbætt allan að- búnað sinn með opnun tækjasalar- ins. Húsnæðinu er skipt í tvennt. Á efri hæðinni er júdósalurinn og búnings- klefar með gufubaði og fleiri þægind- um. Á neðri hæðinni er svo tækjasal- urinn. Hvor hæð fyrir sig er um 250 fermetrar. Margrét Sigurðardóttir, íslands- meistari í vaxtarrækt, er leiðbein- andi í líkamsræktarstöð Ármanns. í stöðinni hittum við fyrir Halldór Hafsteinsson forstöðumann og sagði hann þetta gerbyltingu í allri þjálfun hjá félaginu. „Við sáum fram á það að geta ekki haldið okkar mannskap ef við hefðum ekki tækjasal hér hjá okkur. Tækjaþjálfunin er orðin svo stór þáttur í þjálfun júdómanna að LÍKAMSRÆKTAR- STÖÐ ÁRMANNS Glæsileg aðstaða er fyrir júdómenn í húsakynnum Ármanns. við urðum að taka af skarið og fjár- festa í tækjunum. Það hefur komið í Ijós að ákvörðunin var rétt því að aðsóknin hefur verið mjöggóðfrá þvf að við opnuðum." Stöðin er búin mjög fullkomnum tækjum af Dynavit-gerð og finna þar allir eitthvað við sitt hæfi. Júdódeild- in á tækin og rekur stöðina og sagði Halldór þetta vera mjög kostnaðar- samt fyrirtæki en bætti við að hann væri bjartsýnn á að reksturinn ætti eftir að ganga vel. Stöðin er öllum opin, jafnt júdó- mönnum sem öðrum og þeir íþrótta- hópar sem æfa hjá þeim fá góðan afslátt. í stöðinni er mjög fullkomið hlaupabretti sem hefur reynst mjög vel. Á brettinu eru um 100 hlaupa- möguleikareðastillingar. Hægter að hlaupa t.d. í 12 gráðu halla og á 17,4 km. hraða. Einnig eru í stöðinni þrír Lifestep þrekstigar sem njóta mikilla vinsælda. Hægt er að fara í Ijós á staðnum og í framtíðinni stendur til að bæta við sal sem er ætlaður fyrir teygjuæfingar. Leiðbeinendur í stöð- inni eru Margrét Sigurðardóttir, ís- landsmeistari í vaxtarrækt, og Freyr Gauti Sigmundsson, sem þjálfar einnig júdómennina. Þau taka á móti fólki sem kemur í stöðina, leiðbeina Stöðin er öllum opin og boðið er upp á fjölbreyttar æfingar. öllum í notkun tækjanna og setja saman æfingaáætlanir fyrir hvern og einn. Stöðin er hin vistlegasta og ber þess ekki merki að í þessu húsi hafi áður verið t.d. prentsmiðja, krydd- verksmiðja og lýsisátöppun. Eftir æf- ingar er hægt að slappa af í setustofu, horfa á sjónvarp og fá sér svaladrykk. Stöðin er opin virka daga frá kl. 8-22 og um helgarfrá kl. 11-16. Fasta- gestirgetaeinnigkomiðáöðrum tím- um að höfðu samráði við þá hjá Ár- manni. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.