Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Page 44

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Page 44
Innlit í splunkunýja I íkamsræktarstöð Ármanns Texti: Atli Hilmarsson Júdódeild Ármanns opnaði nú í september mjög fullkomna líkams- ræktarstöð að Einholti 6 í Reykjavík. Ármenningar hafa haft aðstöðu fyrir júdómenn sína í húsinu síðustu tvö árin en hafa nú stórbætt allan að- búnað sinn með opnun tækjasalar- ins. Húsnæðinu er skipt í tvennt. Á efri hæðinni er júdósalurinn og búnings- klefar með gufubaði og fleiri þægind- um. Á neðri hæðinni er svo tækjasal- urinn. Hvor hæð fyrir sig er um 250 fermetrar. Margrét Sigurðardóttir, íslands- meistari í vaxtarrækt, er leiðbein- andi í líkamsræktarstöð Ármanns. í stöðinni hittum við fyrir Halldór Hafsteinsson forstöðumann og sagði hann þetta gerbyltingu í allri þjálfun hjá félaginu. „Við sáum fram á það að geta ekki haldið okkar mannskap ef við hefðum ekki tækjasal hér hjá okkur. Tækjaþjálfunin er orðin svo stór þáttur í þjálfun júdómanna að LÍKAMSRÆKTAR- STÖÐ ÁRMANNS Glæsileg aðstaða er fyrir júdómenn í húsakynnum Ármanns. við urðum að taka af skarið og fjár- festa í tækjunum. Það hefur komið í Ijós að ákvörðunin var rétt því að aðsóknin hefur verið mjöggóðfrá þvf að við opnuðum." Stöðin er búin mjög fullkomnum tækjum af Dynavit-gerð og finna þar allir eitthvað við sitt hæfi. Júdódeild- in á tækin og rekur stöðina og sagði Halldór þetta vera mjög kostnaðar- samt fyrirtæki en bætti við að hann væri bjartsýnn á að reksturinn ætti eftir að ganga vel. Stöðin er öllum opin, jafnt júdó- mönnum sem öðrum og þeir íþrótta- hópar sem æfa hjá þeim fá góðan afslátt. í stöðinni er mjög fullkomið hlaupabretti sem hefur reynst mjög vel. Á brettinu eru um 100 hlaupa- möguleikareðastillingar. Hægter að hlaupa t.d. í 12 gráðu halla og á 17,4 km. hraða. Einnig eru í stöðinni þrír Lifestep þrekstigar sem njóta mikilla vinsælda. Hægt er að fara í Ijós á staðnum og í framtíðinni stendur til að bæta við sal sem er ætlaður fyrir teygjuæfingar. Leiðbeinendur í stöð- inni eru Margrét Sigurðardóttir, ís- landsmeistari í vaxtarrækt, og Freyr Gauti Sigmundsson, sem þjálfar einnig júdómennina. Þau taka á móti fólki sem kemur í stöðina, leiðbeina Stöðin er öllum opin og boðið er upp á fjölbreyttar æfingar. öllum í notkun tækjanna og setja saman æfingaáætlanir fyrir hvern og einn. Stöðin er hin vistlegasta og ber þess ekki merki að í þessu húsi hafi áður verið t.d. prentsmiðja, krydd- verksmiðja og lýsisátöppun. Eftir æf- ingar er hægt að slappa af í setustofu, horfa á sjónvarp og fá sér svaladrykk. Stöðin er opin virka daga frá kl. 8-22 og um helgarfrá kl. 11-16. Fasta- gestirgetaeinnigkomiðáöðrum tím- um að höfðu samráði við þá hjá Ár- manni. 44

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.