Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 17
SIGGI VELDU ÞRJÚ LÝSINGARORÐ TIL ÞESS AÐ LÝSA SJÁLFUM ÞÉR: Þolin- móður, ákveðinn, jafnlyndur. HVER VAR UPPÁHALDSLEIK- MAÐURINN ÞINN ÞEGAR ÞÚ VARST POLLI OG AF HVERJU: Jón Sigurðsson. Að mínu mati var hann besti leikmaður landsins þegar hann var og hét. Hann var með ákaflega góða boltameðferð og skoraði marg- ar fallegar körfur. GEGN HVAÐA HVAÐA LIÐI LÉKSTU FYRSTA MEISTARA- FLOKKSLEIKINN OG ÁTTIR ÞÚ GÓÐAN LEIK: Það var gegn Fram. Ég kom inn á í gjörtöpuðum leik þegar fimm mínútur voru til leiks- loka. Mig minnir að ég hafi ekki snert tuðruna á þeim tíma. HVER ER UNDARLEGASTA BÓN SEM AÐDÁANDI HEFUR BEÐIÐ ÞIG: Eitt sinn var ég beðinn um að spila leik berfættur, í búningnum öf- ugum og með axlabönd. Þetta fannst mér auðvitað sjálfsagt. HVERT ER UPPÁHALDS- ÍÞRÓTTAHÚSIÐ ÞITT OG AF HVERJU? Laugardalshöllin. Þar myndast alltaf skemmtileg stemmn- ing og allar aðstæður eru ákjósan- legar. HVER ER SKRÍTNASTI HLUTUR- INN SEM ÞÚ ÁTT HEIMA HJÁ ÞÉR: Það er án efa sjónvarpið. Það virðist alltaf ákveða það sjálft hvort hljóðið eigi að vera hátt eða lágt stillt. VIÐ HLIÐ HVAÐA LEIKMANNS HEFÐIR ÞÚ VILJAÐ LEIKA OG AF HVERJU: Brad Miley, fyrrverandi leikmanns og þjálfara ÍBK. Hann var mjög góður leikmaður og virkilega drífandi maður. HVAÐA LIÐ VAR í UPPÁHALDl HJÁ ÞÉR SEM KRAKKA OG AF HVERJU: UMFN (þá gat ÍBK ekkert). Njarðvíkingar voru með mjög gott lið sem var virkilega gaman að horfa á. HVAÐA TEIKNIMYNDAFÍGÚRU VILDIR ÞÚ HAFA Á BOLNUM ÞÍN- UM: Hermann — hann er sá sniðug- asti. HVER GAF ÞÉR STÓRA TÆKI- FÆRIÐ í KÖRFUNNI: Það var Br,ad Miley sem lofaði mér að spila fyrsta „heila" leikinn. HVAÐA LEIKMAÐUR, SEM LEIK- UR NÚ EÐA ER HÆTTUR AÐ LEIKA OG VAR ALDREI VALINN í LANDS- LIÐ, TELUR ÞÚ AÐ HAFI ÁTT HEIMA ÞAR: Ég tel að allir sem hafa átt skilið að leika með landsliðinu hafi fengið sín tækifæri. HVAÐA STÖÐU VILDIR ÞÚ LEIKA ÞEGAR ÞÚ VARST KRAKKI OG AF HVERJU: Bakvörð. Mínir uppáhaldsleikmenn voru allir bak- verðir og með góða boltameðferð. Maður vildi líkjast þeim. HVAÐA LAG ER í MESTU UPPÁ- HALDI HJÁ ÞÉR: Red army blues með Waterboys. FYRIR HVAÐA LEIKMANNI BERÐU MESTA VIRÐINGU (SEM LEIKUR SÖMU STÖÐU OG ÞÚ): Magnúsi Matthíassyni, leikmanni Vals. Hann skilar alltaf sínu. „í MÍNÚS" HVAÐA LÍKAR ÞÉR VERST í EIG- IN FARI: Ég get verið kærulaus og latur. Mér líkar það ferlega illa. HEFUR ÞÚ EINHVERN TÍMANN LEIKIÐ í LIÐI SEM HEFUR FALLIÐ Á MILLI DEILDA: Já, með ÍBK. Viðféll- um úr Úrvalsdeildinni 1983-'84. Þótti okkur það mikil skömm. í HVAÐA ÍÞRÓTTAHÚSI VILDIR ÞÚ HELST EKKI LEIKA OG AF HVERJU: Hagaskóla. Völlurinn þar er leiðinlegur og ég hef svo oft tapað þar. Á HVAÐA SJÓNVARPSÞÆTTI SLEKKUR ÞÚ ÞEGAR HANN BIRT- IST Á SKJÁNUM: Dallas. Ég er orð- inn virkilega þreyttur á þessari und- arlegu fjölskyldu. HVER ERU VERSTU MEIÐSLI SEM ÞÚ HEFUR LENT í: Bakmeiðslin sem ég er rétt að verða góður af. Ég var frá í mánuð og gat varla hreyft legg eða lið. HVAÐA ÆFING FINNST ÞÉR LEIÐINLEGUST OG AF HVERJU: Varnarrennsliæfingar þegar Kristinn Friðriksson stjórnar þeim. Þær verða að eintómu hoppi — enginn fjöl- breytileiki hjá stráknum. Á HVAÐA ÍÞRÓTTAGREIN LEIÐ- IST ÞÉR AÐ HORFA: Ég verð ekki mjög spenntur þegar ég horfi á skíðagöngu. Hvað þá keppni á bobbsleðum. GEGN HVAÐA LIÐI ER ERFIÐ- AST AÐ LEIKA OG AF HVERJU: UMFN. Félagið er með mjög heil- steypt lið sem leikur skynsamlega. HVAÐA STÖÐU Á VELLINUM VILDIR ÞÚ SÍST AF ÖLLU LEIKA OG AF HVERJU: Bakvörð, af því að þeirra hlutverk er fólgið í því að koma boltanum á „stóru" og „góðu" leikmennina. HVER ER ERFIÐASTI ANDSTÆÐ- INGURINN SEM ÞÚ HEFUR LEIKIÐ GEGN OG AF HVERJU: Einvarður Jóhannesson, leikmaður Hafna. Hann er maður þúsund gabbhreyf- inga og fjölbreyttra brota. HVERSLAGS MATUR FINNST ÞÉR VONDUR: Innmatur, t.d. hjörtu og nýru, finnst mér ákaflega vondur matur. HVERSKONAR BÍL MYNDIR ÞÚ ALDREI KAUPA ÞÉR OG AF HVERJU: Mercedes Benz 560 Sec. Viftureimarnar eru svo ferlega slak- ar í þeim. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.