Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 15
formi um þessar mundir og þarf nokkrar vikur til viðbótar til þess að ná mér á strik. Að mínu mati er liðið okkar það gott að við eigum að kom- ast í átta liða úrslitin. Annars finnur maður það fljótt hér á íslandi að kvenfólk fær ekki eins mikla athygli og umfjöllun í fjölmiðl- um og karlmenn. Það kemur niður á íþróttinni. Mér finnst jákvætt hjá lið- unum að fá erlenda leikmenn til liðs við sig því við getum kennt íslenskum stúlkum ýmislegt hvað varðar tækni og taktík. Eg finn það á stelpunum sem ég þjálfa að þær eru að læra eitthvað nýtt á hverri æfingu. Það undarlegt að hér skuli stelpur stunda tvær til þrjár íþróttagreinar. Það kemur fyrir að handboltastelpur kasta bolta eins og þær séu í körf- bolta. Og þær eiga það til að verjast án þess að þora að snerta andstæð- inginn eins og tíðkast í körfubolta. Þetta gengurekki upp ef árangur á að nást." — Hvernig hefur þér líkað í Kefla- vík til þessa? „Mjög vel en það er kalt hérna." — Ertu ólofuð? „Já, en ætlarðu að taka það fram?" 5. flokkur í handbolta ásamt þjálfurunum. Meistaraflokkur HKN í handbolta. ERLING HANNESSON, FORMAÐUR HKN Erling Hannesson. „í fyrsta sinn leika meistaraflokk- ar Njarðvíkur og Keflavíkur í hand- bolta undir einu merki — merki HKN. Það stendur fyrir handknatt- leiksfélag Keflavíkur og Njarðvíkur en formaður þess er Erling Hannes- son. „Undanfarin ár hafa bæði liðin átt miðlungs lið í 2. deild og var ákveðið að sameina liðin til þess að freista þess að ná betri árangri. Við erum með sterkt lið á pappírnum en síðan á eftir að koma í Ijós hvort það er nógu sterkt til að vinna sig upp. Meistaraflokkar þessara liða í kvennabolta eru sömuleiðis samein- aðir en þeir leika undir merkjum ÍBK. Meginuppistaða þess liðs eru stúlkur úr Njarðvík sem urðu íslandsmeistar- ar í 3. flokki tvö ár í röð. Yngri flokkar kvenna leika líka undir merkjum ÍBK en allir karlaflokkarnir undir merkj- um HKN." — Er erfitt að reka handboltalið á þessu körfuboltasvæði? „Já, það er mjög erfitt — því körfu- boltinn fær mest allt fjármagn sem rennur til íþróttamála á þessu svæði. Sum fyrirtæki hafa stutt vel við bakið á handboltanum og vonandi heldur sá Stuðningur áfram. Það segir sig sjálft að það er betra að afla fjár fyrir eitt lið en tvö og hvað það varðar er sameiningin til bóta." Sá gamalkunni refur, Hannes Leifsson, þjálfar HKN en með lið- inu leikur sterkur leikmaður frá Lit- háen. „Hann var kjörinn einn af þremur bestu varnarmönnum Dan- merkur þegar hann lék þar," segir Erling. — Hvernig gengur að halda úti yngri flokkum? „Það er erfitt því körfuboltahefð- in er svo sterk. Eftir sameininguna þurftum við að draga tvo flokka út úr keppni vegna þess að við áttum hreinlega ekki í lið. Það skiptir miklu máli að koma meistaraflokki upp í 1. deild því það virkar hvetj- andi á yngri iðkendurna." — Ertu bjartsýnn á að það takist? „Ég held að sameiningin sé af hinu góða og í raun fyrsta skrefið í átt til betri árangurs. Við ætlum okkur að byggja upp handboltann á Suðurnesjum og ég er bjartsýnn á að það takist." 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.