Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 40

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 40
Minning t Þegar fréttist um andlát Sveins Björnssonar, forseta Iþróttasam- bands Islands, var öllum Ijóst, að einn af svipmestu íþróttaleiðtogum þjóðarinnar var horfinn sjónum okk- ar. I um 40 ár hafði Sveinn verið í fararbroddi fyrir íþróttahreyfinguna í landinu. Það er því skarð fyrir skildi, þegar hann hverfur okkur yfir móð- una miklu. Fráfall Sveins kom vinum og sam- starfsmönnum ekki á óvart. Um tveggja ára skeið hafði hann barist við einn skæðasta sjúkdóm okkar tíma. En hann lét aldrei á sjá og kvart- aði aldrei. En vann hörðum höndum að áhugamálum sínum fram á síð- ustu daga. Sveinn Björnsson var fæddur 10. október 1928. Ungur að árum gekk hann íþróttunum á hönd og áttu þær hug hans allan eftir það. Lagði hann fyrst og fremst stund á frjálsaríþróttir í Knattspyrnufélagi Reykjavíkur og náði þar frábærum árangri. Var hann kominn í landslið okkar um tvítugt. En samhliða iðkun íþrótta tók hann að sér stjórnarstörf í frjáls- íþróttadeild KR og sat þar í stjórn um 6 ára skeið. Á þeim tíma var hann margoft valinn fararstjóri íþrótta- manna bæði innanlands og utan. Það kom berlega í Ijós við fyrstu stjórnarstörf í deildinni að Sveinn var vel til forystu fallinn, enda var hann ávallt reiðubúinn til hverskonar starfa, sem þurfti að vinna íþróttun- um til framdráttar. Eftir þessi stjórnarstörf var sósteftir störfum Sveins í aðalstjórn KR, og var hann kosinn í hana árið 1953. í stjórn félagsins átti hann sæti um 25 ára skeið, þar af varat'ormaður félagsins í 16 ár. Samtímis þessum störfum tók SVEINN BJÖRNSSON, forseti ÍSÍ Fæddur 10. október 1928 Dáinn 16. september 1991 hann að sér störf í húsnefndinni, en á þessum tíma stóðu yfir mestu bygg- ingarframkvæmdir félagsins. í þeirri nefnd starfaði hann um 35 ára skeið, ávallt sem gjaldkeri. En það var mikið og erfitt verk. Þá komu styrkir hins opinbera 8-12 árum eftir að fram- Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ setur þriðju Íþróttahátíð ÍSÍ á Laugardals- velli, fimmtudaginn 38. júní 1990. kvæmdir fóru fram. Á verðbólgu- tíma, þegar verðbætur voru ekki komnar til sögu, var því oft lítið í kassanum. Á síðari árum gat Sveinn litið yfir störf sín á KR-svæðinu, þar sem stærstu íþróttamannvirki í eigu einstaks félags voru risin og notuð af þúsundum æskumanna og kvenna allt árið í kring. Sveinn átti drjúgan þátt í því átaki, enda sparaði hann aldrei tíma né fyrirhöfn, svo þetta mikla mannvirki mætti rísa sem fyrst. Árið 1962 urðu nokkrar breytingar á stjórn íþróttasambandsins. Var þá óskað eftirað Sveinntæki sæti ístjórn sambandsins og var hann kosinn á ársþinginu. í stjórn ÍSÍ lét hann strax mikið til sín taka og vann ötullega að auknu íþróttastarfi í landinu öllu. En þótt hann væri kosinn í æðstu stjórn íþróttamála, þá lét hann ekki af störfum sínum hjá sínu félagi, heldur bætti hann hinum nýju störfum hjá ÍSÍ við hin fyrri. Hann taldi að nauð- 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.