Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 49

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 49
DRIPPLI Körfuknattleiksdeild Tindastóls gefur út leikskráfyrir hvern heimaleik liðsins og kallast hún DRIPPLI. Marga stórskemmtilega mola er að finna í Drippla og þar á meðal þess: -* Magic Johnson, leikmaðurinn snjalli hjá Los Angeles Lakers, gekk núlega í það heilaga og sú heppna reyndist veraæskuvinkona hans, Ear- leath „Cookie" Kelly að nafni. Hún vann sem afgreiðslustúlka í tískubúð. Magic hafði reyndar beðið hennar áðurenfékkþáneitun — þaðvarárið 1985. Nú fékk hann hins vegar jáyrði og fór athöfnin fram 14. september. Þrjú þúsund æstir aðdáendur kvöttu kappann til dáða fyrir utan kirkjuna en í veisluna var aðeins 275 manns boðið. Brúðarsveinar voru Isiah Thomas og Mark Aguirre. * Vissir þú að Manute Bol, hæsti leikmaður NBA, er 231 cm, en það gerir hann 13 cm hærri en Pétur Guðmundsson og virðist hann nú dá- lítið stór. * Vissir þú að Tyrone „Muggsy" Bouges, minnsti leikmaður NBA- deildarinnar er 163 cm en það gerir hann 68 cm lægri en Manute Bol og 6 cm hærri en poppgoðiðog kyntáknið Prince. * Samkvæmt grein f Sports 111u- strated þykir ekki ólíklegt að Larry Bird missi sæti sitt í landsliði Banda- ríkjanna sem tekur þátt í Ólympíu- leikunum í Barcelona á næsta ári. Ástæða þess er sú að hann á við þrá- lát bakmeiðsli að stríða. * Vissir þú að Michael Jordan hef- urfimm sinnum í röðorðið stigahæsti leikmaðurinn í NBA-deildinni. Ferskar íþróttafréttir í hverri viku Yikurfréttir Aðeins Wilt Chamberlain hefur gert betur en hann varð stigahæstur sjö sinnum í röð. * Keppnistímabilið 1961-'62 skor- aði Wilt rúmlega 50 stig að meðaltali í leik en það hæsta sem Jordan hefur komist í meðaltali eru 37 stig. * Boston Celtics hefur oftast orðið meistari í NBA-deildinni eða 16 sinn- um alls. Síðast varð liðið meistari árið 1986. VALUR HRUKKUDÝR í kynningarblaði körfuknattleiks- deildar Tindastóls fyrir keppnistíma- bilið er öllum leikmönnum liðsins gefið gælunafn. Valur Ingimundar- son er kallaður „hrukkudýrið" (ef- laust vegna þess að hann er aldurs- forseti liðsins), Ágúst Kárason er kall- aður „sænska bollan", Ivan Jones „lipurtá", Hinrik Gunnarsson „ungi tuddi", Ingvar Ormarsson „stelpu- sleikja", Kristinn Kristjánsson „very late" og Einar Einarsson „dekurdrós" svo einhverjir séu nefndir. Michael Jordan. KIDDI KLAPPSTÝRA I Drippla er Kristinn Kristjánsson, leikmaður körfuknattleiksliðs Tinda- stóls, spurður að því hvað sér dytti fyrst í hug ef framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers hringdi í hann. Krist- inn svaraði: „Mér dytti helst í hug að hann vildi fá mig sem klappstýru eða til að leika górillu í leikhléi." Fleygasta setning Kristins er svona: Hljómsveit án bassa er eins og pizza án botns. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.