Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Síða 49

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Síða 49
DRIPPLI Körfuknattleiksdeild Tindastóls gefur út leikskráfyrir hvern heimaleik liðsins og kallast hún DRIPPLI. Marga stórskemmtilega mola er að finna í Drippla og þar á meðal þess: -* Magic Johnson, leikmaðurinn snjalli hjá Los Angeles Lakers, gekk núlega í það heilaga og sú heppna reyndist veraæskuvinkona hans, Ear- leath „Cookie" Kelly að nafni. Hún vann sem afgreiðslustúlka í tískubúð. Magic hafði reyndar beðið hennar áðurenfékkþáneitun — þaðvarárið 1985. Nú fékk hann hins vegar jáyrði og fór athöfnin fram 14. september. Þrjú þúsund æstir aðdáendur kvöttu kappann til dáða fyrir utan kirkjuna en í veisluna var aðeins 275 manns boðið. Brúðarsveinar voru Isiah Thomas og Mark Aguirre. * Vissir þú að Manute Bol, hæsti leikmaður NBA, er 231 cm, en það gerir hann 13 cm hærri en Pétur Guðmundsson og virðist hann nú dá- lítið stór. * Vissir þú að Tyrone „Muggsy" Bouges, minnsti leikmaður NBA- deildarinnar er 163 cm en það gerir hann 68 cm lægri en Manute Bol og 6 cm hærri en poppgoðiðog kyntáknið Prince. * Samkvæmt grein f Sports 111u- strated þykir ekki ólíklegt að Larry Bird missi sæti sitt í landsliði Banda- ríkjanna sem tekur þátt í Ólympíu- leikunum í Barcelona á næsta ári. Ástæða þess er sú að hann á við þrá- lát bakmeiðsli að stríða. * Vissir þú að Michael Jordan hef- urfimm sinnum í röðorðið stigahæsti leikmaðurinn í NBA-deildinni. Ferskar íþróttafréttir í hverri viku Yikurfréttir Aðeins Wilt Chamberlain hefur gert betur en hann varð stigahæstur sjö sinnum í röð. * Keppnistímabilið 1961-'62 skor- aði Wilt rúmlega 50 stig að meðaltali í leik en það hæsta sem Jordan hefur komist í meðaltali eru 37 stig. * Boston Celtics hefur oftast orðið meistari í NBA-deildinni eða 16 sinn- um alls. Síðast varð liðið meistari árið 1986. VALUR HRUKKUDÝR í kynningarblaði körfuknattleiks- deildar Tindastóls fyrir keppnistíma- bilið er öllum leikmönnum liðsins gefið gælunafn. Valur Ingimundar- son er kallaður „hrukkudýrið" (ef- laust vegna þess að hann er aldurs- forseti liðsins), Ágúst Kárason er kall- aður „sænska bollan", Ivan Jones „lipurtá", Hinrik Gunnarsson „ungi tuddi", Ingvar Ormarsson „stelpu- sleikja", Kristinn Kristjánsson „very late" og Einar Einarsson „dekurdrós" svo einhverjir séu nefndir. Michael Jordan. KIDDI KLAPPSTÝRA I Drippla er Kristinn Kristjánsson, leikmaður körfuknattleiksliðs Tinda- stóls, spurður að því hvað sér dytti fyrst í hug ef framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers hringdi í hann. Krist- inn svaraði: „Mér dytti helst í hug að hann vildi fá mig sem klappstýru eða til að leika górillu í leikhléi." Fleygasta setning Kristins er svona: Hljómsveit án bassa er eins og pizza án botns. 49

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.