Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 20

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 20
Hannes Ragnarsson. FORMAÐURINN Hannes Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍBK, var bros- mildur þar sem hann gekk á fjölum íþróttahússins og fylgdist með æfing- um yngri flokkanna. Hann er nýtek- inn við sem formaður og sagði að starfið legðist vel í sig. „Við unnum fjölmarga titla á síðasta keppnistíma- bili og ætlum okkur að gera slíkt hið sama á þessum vetri. Þetta er við- amikið starf og áhuginn fyrir körfu- bolta í Keflavík gífurlegur. Það fer bráðum að verða kominn tími á byggingu nýs íþróttahúss." 9 TITLAR AF 13 Keflvíkingar voru sigursælir í körfuboltanum á síðasta keppnis- tímabili. Þótt meistaraflokkum liðsins hafi ekki tekist að vinna til æðstu verðlauna hlaut félagið engu að síður 9 íslandsmeistara- titla af þeim 13 sem keppt var um á vegum KKÍ í karla- og kvenna- flokki. Unglingaflokkar ÍBK hafa 38 sinnum borið sigur úr býtum á íslandsmóti á síðasta áratug og 24 sinnum í bikakeppninni. Aldeilis hægt að vera stoltur af því. „BER MIKLA VIRÐ- INGU FYRIR ÞEIM“ SIGURÐUR VALGEIRSSON, KÖRFUBOLTA- FRÖMUÐUR í KEFLAVÍK Allir Keflvíkingar þekkja Sigga Valla og menn setja yfirleitt sama- semmerki á milli hans og körfubolt- ans í Keflavík. Hann er sá maður sem var allt í öllu þegar körfuboltalið Keflavíkur var að „fæðast", ef svo má að orði komast, og þróast í það að verða stórveldi. Siggi Valla var þá stjórnarmaður, liðsstjóri, sá um bún- ingamálin og svo mætti lengi telja. Allir eru sammála um að hann hafi unnið ómetanlegt brautryðjendastarf fyrir kört'uboltann ÍÍBKogeigi þakkir skilið fyrir það. ÍÞRÓTTABLAÐINU þótti sjálfsagt að ræða við kappann um það sem honum þykir kærast og byrjaði á því að spyrja hann hvert væri sterkasta lið sem ÍBK hefði átt í kört'unni og hvaða leikmenn félags- ins hann mæti mest. „Sterkasta lið sem ÍBK hefur átt að mínu mati var liðið sem lék veturinn 1982-'83. í því liði voru Jón Kr. Gísla- son, Björn V. Skúlason, Brad Miley, Axel Nikulásson og Þorsteinn Bjarnason. Af þeim leikmönnum sem hafa leikið með IBK í gegnum tíðina kann ég best að meta Jón Kr. Gísla- son, Axel Nikulásson og Björn V. Skúlason. Ég nefni þessa leikmenn ekki eingöngu vegna þess að þeir eru frábærir körfuboltamenn heldur líka vegna þess að þeir eru mjög heil- steyptir karakterar. Ég ber mikla virð- ingu fyrir þessum mönnum." Siggi Valla segist hafa dregið sig í hlé hvað varðar afskipti af körfubolt- anum en hann getur þó ekki látið hann alveg í friði. „Ég sé um skýslu- gerð og alla statistik fyrir félagið. Það, sem ég á svart á hvítu um alla leik- menn, er leikjafjöldi og stigaskor hvers og eins í gegnum tíðina. Það er alltaf gaman að grúska í þessu." — Hver er stigahæsti leikmaður ÍBK? „Þaðer Jón Kr. Gíslason og hann er sömuleiðis leikjahæstur. Hann lék Sigurður Valgeirsson. reyndar sinn 300. meistaraflokksleik fyrir félagið." — Hversu margir leikmenn frá Keflavík leika með öðrum liðum? „Það er Axel Nikulásson í KR, Ein- ar Einarsson í Tindastóli, Hjörtur Arnason og Egill Viðarsson leika með Breiðabliki og svo eigum við heilt úrvalsdeiIdarlið sem leikur í Banda- ríkjunum. Unglingastarfið skilar sér mjög vel og það verður aldrei pláss fyrir alla í meistaraflokki. Þess vegna erum við bara stoltir af því að geta alið upp góða körfuboltamenn þótt þeir nýtist öðrum félögum. Við höf- um því lagt mikið af mörkum til efl- ingar körfuboltans." — Er Keflavík körfuboltabær? „Hann er það núna en var áður knattspyrnubær. Ég hef þó trú á því að knattspyrnan eigi eftir að ná sér á strik að nýju í Keflavík." 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.