Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Side 56

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Side 56
muna. Við fengum Norðurlanda- meistaratitil unglinga í vor og þeir strákar eru að verða lykilmenn í sín- um liðum. Nægir þar að nefna Her- mann hjá KR, Jón Arnar hjá Haukum og Nökkva og Hjört Harðarson hjá Keflavík. Stöðugt fleiri áhorfendur sækja leiki og umfjöllun ífjölmiðlum er meiri og betri en áður, þannig að útlitið er bjart." — Nú hafa nokkrir ungir strákar fariðtil Bandaríkjanna í nám ogtil að leika körfubolta, koma þeir betri heim? „Sumir verða betri en aðrir ekki. Menn verða að gæta þess að fara ekki í hvaða skóla sem er. Best er að þessirstrákarséu ísamkeppni inn- an liðsins og haldi sig í byrjunarliði. Það er ekki gott að þeir séu bestir í sínum liðum og enn verra ef að þeir sitjaaðeinsábekknum hjá liðunum." — Hvernig er reynslan af útlend- ingunum í körfuboltanum hjá okkur? „Þegar við gáfum útlendingunum frí minnkaði áhugi fólks á körfubolta til muna, þannig að við sáum að þeir eru nauðsynlegir. Nú verða liðin að hafa góðan útlending ef þau ætla að ná í titil. Við verðum samt að fara hægt í sakirnar við val á leikmönn- um. Menn verða að fara út og sjá mennina í leik og sjá hvort þetta sé leikmaðurinn sem liðið vantar. Það hefur verið alltof mikið um það að menn hafi verið ráðnir í gegnum síma eftir umsögn annarra. Utlendingarnir skipta nú ekki eins miklu máli og áður vegna þess að okkar menn eru orðnirbetri en þeirvoru. Þeir útlend- ingarsem koma hingað verðaað vera betri en okkar menn ef að dæmið á að ganga upp." — Munum viðfá hingað fleiri leik- menn frá A-Evrópu en áður? „Það getur alveg eins farið svo en við verðum að bíða og sjá hver fram- vinda mála verður í þessum lönd- um." — Nú hefur komið til tals að hafa tvo útlendinga í hverju liði, hvað finnst landsliðsþjálfaranum um það? „Égeralfariðámóti þvívegnaþess að ef að tveir af fimm leikmönnum eru útlendingar þá þurfa góðir ís- lenskir leikmenn óhjákvæmilega að sitja á bekknum og það keniur auð- vitað mjög illa niður á landsliðinu." — Hvað finnst þér um þáttöku ís- lenskra liða í Evrópukeppnunum? „Ég vil að við tökum þátt í þeim öllum þremur, Evrópukeppni Meist- Magnús Matthíasson, leikmaður árs- ins á síðasta tímabili, á örugglega eftir að leika vel með Val í vetur. araliða, Bikarhafa og svo Korac keppninni, sem er lík Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnunni. Þessir leikir eru lyftistöng fyrir áhugann á körfuboltanum. Ég er þess fullviss að hefðu KR-ingar leikið annan leikinn við Austurríkismennina hér heima þá hefðu þeir komist áfram. Njarðvík- ingar léku mjög vel á móti stórliðinu Cibona frá Zagreb. Þeir töpuðu fyrri leiknum að vísu stórt en það var aðeins vegna 10 mínútna kafla í lok- in. Hinar 30 mínúturnar voru í mjög góðu lagi og seinni leikurinn allur var mjög vel leikinn af þeim." Birgir Michaelsson þjálfar og leikur með Skallagrími annað árið í röð. — Víkjum aðeins að landsliðinu, hvaða verkefni eru framundan? „Viðförum nú íbyrjun nóvemberí tveggja vikna ferð til Bandaríkjanna og leikum þar sjö leiki við 1 .deildar- skóla sem eru mun sterkari en við höfum leikið við áður í þessum ferð- um. í þessa ferð fara tólf leikmenn. Pólverjar koma hingað um jólin og leika hér þrjá leiki og það er hugsan- legtað landslið Litháen komi hingað í lok janúar. í vor er síðan Norður- landamótið íOsló þar sem við setjum stefnuna á að komast upp úr 3.sæt- inu. í júní tökum við þátt í Promotion Cup, sem er samskonar mót og við unnum í desember í fyrra, og svo er það undankeppni Ólympíuleikanna áSpáni ílokjúníþarsemöll bestu lið Evrópu mæta. Við höfum aðeins einu sinni tekið þátt í þessari keppni og það var í Kanada 1974 þar sem við lékum við Júgóslava, ísraela, Finna, Brasilíumenn og Tékka og eðlilega unnustekki margirsigrar íþeirri ferð. Það verður svo dregið í riðla í þessa keppni í janúar 1992." — Eru margir sem koma til greina í landsliðið um þessar mundir? „Égermeðumþrjátíu mannahópí sigtinu sem ég mun fylgjast með í leikjum í vetur. Ég mun reyna að hafa blöndu af reyndum og svo ungum og efnilegum leikmönnum í liðinu, þeir ungu hafa staðið sig mjög vel fram að þessu og landsliðið er á uppleið. Það sem háir okkur mest er að eiga ekki hávaxna leikmenn, við höfum aðeins Pétur og Magnús sem eru yfir tveir metrar og við vitum ekki enn hvort Pétur getur tekið þátt í verkefnum vetrarins. Svo eru alltaf einhverjir sem gefa ekki kost á sér af ýmsum ástæðum, þaðert.d. mjögslæmtfyrir landsliðið þegar lykilleikmenn þess eru bæði þjálfarar og leikmenn eins og t.d. Valur og Jón Kr." — Ætlar þú að halda áfram að leika með Víkverja í 1 .deildinni? „Já, já en nú verður róðurinn þyngri. Við vorum næstum því komnir upp í Úrvalsdeildina í fyrra en nú eru liðin flestbúin að styrkjasig og við búnir að missa Jón Sig. til Nor- egs. Annars erum við með marga frambærilega leikmenn eins og t.d. Atla Eðvalds., Ólaf H. Ólafsson glím- ukappa, Eyþór Árnason, Jón Odds- son langstökkvara og svo auðvitað eiganda liðsins, Jakob Þór Péturs- son." 56

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.