Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 48

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 48
Stoltur faðir með tvíburana Ágúst og Bjarka. Birgir Sigurðsson, hinn 26 ára gamli línumaður Víkings og lands- liðsins, er án efa sá leikmaður sem besta leiki hefur sýnt það sem af er keppnistímabilinu. Hann átti mikinn þátt í því að Víkingur komst áfram í Evrópukeppninni þar sem Víkingur lék við Stavanger. Samvinna hans og Sigurðar Sveinssonar í landsleikjun- um við Tékka á dögunum var frábær, svo og fyrstu leikir hans í deildinni með Víkingi. — Var undirbúningurinn fyrir þetta tímabil eitthvað öðruvísi en áður? Texti: Atli Hilmarsson Myndir: Kristján Einarsson BIRGIR SIGURÐSSON, LANDSLIÐSMAÐUR í HANDKNATTLEIK HEFUR í NÓGU AÐ SNÚAST Sjö íheimili! Birgir ásamt Hildi, eiginkonu sinni, Ingibjörgu 8 ára, Lofti 4 ára, Valgerði 2 ára og þeim „nýju" — Ágústi og Bjarka. Fimm barna faðir „Já, í fyrsta sinn í mörg ár tók ég mér frí frá handbolta í 2 mánuði í sumar. Það held ég að hafi gert mér mjög gott. Æfingarnar sjálfar eru svipaðar og í fyrra til dæmis." 4. ágúst síðastliðinn líður Birgi væntanlega aldrei úrminni. Þáfædd- ust honum og konu hans, Hildi Lofts- dóttur, tvíburarnir Ágúst og Bjarki. Fyrir áttu þau Valgerði sem er 2 ára, Loft sem er 4 ára og svo átti Hildur Ingibjörgu, sem er 8 ára, áður en hún kynntist Birgi. Það má því segja að það sé mikið líf á heimilinu. — Er ekki lítill frítími hjá Birgi Sig- urðssyni? „Jú, mjög lítill. Ég vinn sem sölu- maður 8-10 tíma á dag, stunda æfing- ar 6 sinnum í viku og við þetta bætast svo utanlandsferðir með landsliðinu og Víkingi." — Hvernigeraðvera5 barnafaðir á fullu í handbolta? „Það gengur. Fjölskyldan hjálpar til og þá sérstaklega tengdamóðir mín sem kemur til okkar daglega, annars væri þetta ekki hægt. Ég get stundað allar mínar æfingar og okkur tekst að ná endum saman." — Ert þú á toppnum núna sem handboltamaður? „Ég hef nú aldrei byrjað keppnis- tímabil einsvel og þettaen mérfinnst vanta ennþá svolítið upp á snerp- una." — Hverniglístþéráíslandsmótiðf vetur? „Mér líst mjög vel á það. Við ætl- um okkur að vera í toppbaráttu en það eru mörg góð lið í deildinni núna. Ég hef ekki séð FH-inganaspila en þeir verða örugglega sterkir svo hef ég trú á að ÍBV og KA eigi eftir að eiga mjög gott tímabil." — Er stefnan sett á atvinnu- mennsku? „Ég myndi skoða allt sem kæmi upp. Það væri vissulega gaman að prófa það en það er samt enginn draumur eða eitthvert takmark hjá mér." — Þurfum við að kalla á Alfreð, Kristján eða Sigga Gunn. í landsliðið fyrir B-keppnina? „Þeir myndu auðvitað styrkja liðið en þá þyrftu þeir að koma af frjálsum vilja og af áhuga." — Hvaðamarkmaðurererfiðastur í deildinni? „Éghefalltafátt ímestum erfiðleik- um með Einar Þorvarðar en einnig með marga aðra. Það fer eftir dags- forminu hverju sinni." — Er ekki draumur allra línu- manna að fá að leika með Sigga Sveins.? „Það er mjög gott að spila með Sigga því það koma ótrúlegustu bolt- ar inn á línunafrá honum. Annars get égekki kvartað því að í Víkingi fæ ég mikið af góðum sendingum og þá sérstaklega frá Gunnari Gunnars- syni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.