Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 26

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 26
JÓN KR. GÍSLASON, ÞJÁLFARI ÍBK í KÖRFUBOLTA Heldurðu að Njarðvíkurgrýlan verði til staðar hjá ykkur í vetur? (Keflvíkingum hefur almennt gengið fremur illa með Njarðvík- inga í körfunni hin síðari ár) „Ég er alls ekki sammála því að það sé eitthvað sem heitir Njarðvík- urgrýla hjá okkur. Á síðasta keppnis- tímabili lékum við sjö leiki við UMFN og ef ég man rétt unnu þeir fjóra en við þrjá. Þessi grýla er ein- faldlega ekki til. Það er ekkert laun- ungarmál að Njarðvíkingar hafa geysilega sterku liði á að skipa og það verður ekki af þeim tekið. Þeir töp- uðu aðeins fimm leikjum í deildinni í fyrra. Til marks um styrkleika UMFN var það eina liðið sem sigraði okkur oftar en einu sinni í fyrra og við töp- uðum bara 6 leikjum af 26 í deild- inni. Jú, mér líst bara vel á deildina í vetur. Okkur gekk vel í fyrstu leikjun- um og þeir leikir lofa góðu hvað varðarframhaldið. Ég tel að liðið séá uppleið á hárréttum tíma og mikil leikgleði ríkjandi. Reyndar verður tímabilið fram að jólum dálítið köfl- ótt því eftir sex fyrstu leikina verður mánaðarfrí á meðan landsliðið er á keppnisferð um Bandaríkin. Að henni lokinni verða aftur leiknir sex leikir og síðan kemur jólafrí. Eins og allir vita getur það verið þreytandi að æfa mikið og leika ekkert þannig að þetta er spurning um að halda rétt á spilunum þegar engir leikir eru í gangi. Munurinn á liði IBK íárogífyrraer sá að Falur FHarðarson er við nám í Bandaríkjunum og þvf leikum við aðeins öðruvísi en áður. Hann ógn- aði mikið með þriggja stiga skotum en núna leikum við boltanum meira inn í. Þar erum við með sterka - menn þótt þeir séu ekki mjög stórir. Jú, auðvitað ætlum við okkur að krækja í titil. Verður maður ekki að vera kokhraustur. Það er allt svo já- kvætt í kringum liðið að ég er bara bjartsýnn." SEX LANDSLIÐS- MARKVERÐIR Síðustu áratugi hafa hreint ótrúlega snjalfir markverðir „fæðst" í Keflavík, ef svo má að orði komast. í 1. og 2. deild í sum- ar léku alls 5 markmenn sem allir hófu feril sinn í Keflavík. Þetta voru þeir Þorsteinn Ólafsson (Haukum), Þorsteinn Bjarnason (Crindavík), Bjarni Sigurðsson (Val), Ólafur Gottskálksson (KR) og Ólafur Pétursson (ÍBK). Fjórir fyrstnefndu hafa leikið með A- landsliði íslands en Ólafur leikur með 21-árs landsliðinu. Fyrsti landsliðsmarkvörður ÍBK var hins vegar Kjartan Sigtryggsson. Að sögn Guðna Kjartanssonar er ástæða þess, að Keflavík elur stöðugtafsérmarkverði, sú að nái einn góðum árangri hafi það keðjuverkandi áhrif. „Þegar markvörður í liði nær að komast í landslið og skapa sér nafn hefur það hvetjandi áhrif á yngri mark- verði í félaginu. Markvörðurinn hefur aðdráttarafl sem gerir það að verkum að hinir vilja feta í fót- spor hans. Þetta erein af ástæðun- um." & í FALLEGUM FÖTUM Ný sending af erobikk- og líkamsræktarfötum frá Anilli. • Glans sokkabuxur- nýir litir • Sokkar og belti • Hlýrabolir • T-bolir • Buxur. Splunkunýjar speglaperur í ljósalömpunum. A, @ Brekkustíg 39 - Njarðvík - Sími 14828
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.