Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Qupperneq 43

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Qupperneq 43
ADlDAS-umboðið á íslandi var með glæsilega uppákomu á skemmtistaðnum Ömmu Lú fyrir skemmstu en þar voru markahæstu leikmenn Samskipadeild- arinnar verðlaunaðir. Guðmundur Steinsson, hlaut gullskóinn, Hörður Magnússon, silfurskóinn, og Leifur Geir Hafsteinsson, bronsskóinn. Erling Pétursson, eigandi verslunar- innar Tindastóls á Sauðárkróki, af- henti gullskóinn í ár. Með honum á myndinni er Sigrún, eiginkona hans, og Guðmundur Steinsson, marka- kóngur. Atli Einarsson í leik gegn FH ATLI BJÓ TIL17 MÖRK Atli Einarsson, hinn eldfljóti leikmaður Víkings, sem nú er kominn í landsliðshóp Ásgeirs El- íassonar „bjó til" 17 af þeim 36 mörkum sem Víkingur skoraði í Samskipadeildinni í sumar. Áhugasamir Víkingar komust að þessari niðurstöðu um daginn þegar þeir krufu alla leiki Víkings til mergjar. Sjálfur skoraði Atli 6 mörk en með hraða sínum og sprengikrafti, splundraði hann vörnum andstæðinganna þannig að samherjar hans skoruðu 17 mörk sem hann átti mestan þátt í. MENN SUMARSINS Af öðrum ólöstuðum eru GUÐ- MUNDUR STEINSSON OG BJÖRN BJARTMARZ, leikmenn íslands- meistara Víkings, menn sumarsins í íslenskri knattspyrnu. Guðmundur skipti yfir í Víking því hann taldi sig ekki öruggan með fast sæti í Fram- liðinu. „The rest is history". Hann kom, sá og sigraði í sumar. Lék eins og engill, varð markahæstur og kjör- inn leikmaður ársins f 1. deild. For- ráðamenn Fram, sem fengu engan tit- il í fyrsta skipti í áraraðir, hljóta að naga sig í handabökin um þessar mundir — því þeir gerðu ekkert til þess að reyna halda í Guðmund. Björn Bjartmarz er ótrúlegur ein- staklingurog leikmaður — hreintgull af manni. Hann var búinn að skipta yfir Þrótt síðastliðið vor því Víkingur ákvað að ráða Ómar Torfason sem þjálfara í knattspyrnuskóla félagsins með von um að hann gerðist leik- maður með félaginu. Björn hafði stjórnað skólanum árið áður. Ómar fór hins vegar til Grindavíkur, for- eldrar ungra knattspyrnumanna í Víkingi heimtuðu Björn til baka og það varð úr. Hann stjórnaði knatt- spyrnuskóla Víkings í sumar, þjálfaði 5., 6. og 7. flokk og æfði með meist- araflokki þegar hann hafði tíma. Allir vita um þátt Bjössa í síðasta leik Víkings í deildinni þar sem hann skoraði „fallegasta og þýðingamesta mark sumarsins" að mati íþrótta- Björn Bjartmarz hefur skorað þýð- ingarmestu mörk Víkings undanfar- in ár. blaðsins. Hann sýndi glæsileg tilþrif þar sem hann prjónaði sig í gegnum vörn Víðis, tók þríhyrningsspiI við Guðmund Steinsson og skoraði á út- sjónarsaman hátt. Hann gulltryggði síðan Islandsmeistaratitilinn með því að skora þriðja mark Víkings með skalla. Þess má að lokum geta að Bjössi skoraði 5 mörk í síðustu tveimur leikjum Víkings í 2. deildinni árið 1987 en þá var hann settur í framlín- una eftir að hafa verið varamaður lengst af. Þau mörk tryggðu Víking- um sæti í 1. deildinni. Björn var ráðinn framkvæmda- stjóri aðalstjórnar Víkings í sumar og mun því væntanlega vera hættur knattspyrnuiðkun. Hann er mikið fé- lagsmálatröll og verður eftirsjá af þessum „super sub" úr boltanum næsta sumar. 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.