Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 11
MARTIN RADEMACHER, ÞJÁLFARI HJÁ SUNDFÉLAGINU SUÐURNES Martin Rademacher. Martin Rademacher hefur þjálfað Sundfélagið Suðurnes í eitt ár með mjög góðum árangri en hann er líka annar tveggja landsl iðsþjálfara í sundi. Unnusta hans þjálfar einnig hjá Sundfélaginu og er verulegur ár- angur af starfi þeirra, eftir aðeins árs- dvöl á íslandi. Martin þjálfar tvo sterkustu hópana og hann og unnusta hans sjá um hina ísameiningu. Mart- in var ráðinn úr hópi tuttugu umsækj- enda eftir að Sundfélagið auglýsti eft- ir þjálfara íþýsku tímariti. Hann, sem er 29 ára gamall, er fyrrum sundmað- ur og segist hafa verið miðlungssund- maður. „Mér líkar vel á íslandi en aðstæð- ur hér eru mjög ólíkar því sem tíðkast í Þýskalandi því þar æfir keppnisfólk innanhúss. íslenskir sundmenn er líka dálítið frábrugðnir þeim þýsku — þeir eru linari, á vissan hátt." — Hvað meinarðu með því? „Ef einhver smávandamál koma upp, saklaus me'iðsli eða eitthvað slíkt, finnst þeim þau ekki geta æft. Þau eiga það til að kvarta undan ein- hverju sem mér finnst smávægilegt. Ef þessi staða kemur upp hvet ég þau einfaldlega til að halda áfram. Ann- ars er sundfólkið á Suðurnesjum mjög öflugt. Það setti um tuttugu ís- landsmet á síðasta ári og hefur alla möguleika á því að gera enn betur í framtíðinni." — Hvert er álit þitt á íslenskum sundmönnum yfirleitt, til saman- burðar við þá erlendu? „Ég tel að íslenskt sundfólk eigi framtíðina fyrir sér þótt það sé óánægt með að ekki sé til 50 metra innilaugá íslandi. Það erekki vanda- málið. Ef maður hefur nægan tíma og nóg pláss er ekkert því til fyrirstöðu að ná góðum árangri með því að æfa í25 metra laug. Vandamálið hér, sér- staklega á sumrin, er það að þessir krakkar þurfa að vinna og geta þar af leiðandi ekki æft eins oft og lengi og æskilegt er. Þau, sem hafa getað ein- beitt sér að sundinu alfarið, eins ög Ragnheiður Runólfsdóttir og Eðvarð Þór, hafa náð langt. Þau hafa æft 11 mánuði á ári að staðaldri en aðrir sundmenn 8-9 mánuði." — Stendur íslenskt sundfólk því er- lenda að einhverju leyti að baki hvað varðar tækni? „Sumireru dálítið áeftiren það má laga. Margir eru mjög sterkir á einu sviði og vega þannig upp á móti því sem þeir eru ekki eins sterkir í." — Hvað hefði mátt betur fara í þjálfun þessa sundfólks þegar það var að byrja? „I þjálfun þeirra sem eru að byrja verður að gæta þess að leggja ekki of mikið upp úr því að ná sem bestum tíma. Það skiptir mestu máli að sund- krakkartemji sér réttatækni í upphafi því það skilar sér í betri árangri síðar. Því miður setjaforeldraroftsvo mikla pressu á krakkana sína að þeir vilja frekar keppa að því að ná sem best- um tíma í stað þess að tileinka sér rétta tækni. Þetta er alþekkt vanda- mál." — Eiga íslenskir þjálfarar ein- hverja sök á þessu? „Það er erfitt að segja en það sem hlýtur að há mörgum íslenskum þjálfurum erað þeireru ekki atvinnu- menn í faginu. Manni skilst líka að þeir séu frekar á móti því að erlendir þjálfara starfi á íslandi því þá eiga þeir sjálfir á hættu að missa vinn- una." — Ert þú að innleiða einhverjar nýjar þjálfunaraðferðir eða sund- tækni hér á Suðurnesjum? „Það er erfitt að segja. Hvað þau yngri varðar þjálfa ég þau í ákveðnum lotum, ef svo má að orði komast. Ég tek eitt atriði fyrir í einu. Það getur verið erfitt að taka við mjög reyndum sundmönnum eins og Edda og Magga því þei r hafa synt svo lengi. Það var strax Ijóst að ég ætlaði ekki að láta þá synda fleiri kílómetra á dag til þess að þeir yrðu betri heldur var þetta strax spurning um að nýta vega- lengdirnar á sem árangursríkastan hátt. Það má því segja að ég sé að vinna öðruvísi með hverja vegalengd og sömuleiðis hvað varðar lyfting- arnar. Þegar ég kom hingað virkuðu sundkrakkarnir mjög sterkir en samt vantaði þau allan kraft. Núna horfir þetta öðruvísi við." Þetta er afreksfólkið í Sundfélagi Suðurnesja. í hópnum eru nokkrir af fremstu sundmönnum þjóðarinnar fyrr og síðar. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.