Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 45

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 45
MEÐ VÖÐVA í LAGI Margrét hefur æft vaxtarrækt síð- ustu 5 árin og hefur orðið íslands- meistari þrisvar sinnum, 1988, 1989 og nú síðast í vor á Hótel íslandi. Við spurðum Margréti, hverju titillinn hefði breytt fyrir hana. „í sjálfu sér ekki miklu, en mótið var mjög skemmtilegt og sigurinn er mér auðvitað mikils virði. Nú er að halda áfram að æfa af fullum krafti og undirbúa sig fyrir næsta Islandsmót sem verður sennilega haldið í apríl á næsta ári." Margrét hefur nú tækifæri til að sameina áhugamál og vinnu því að frá því í september hefur hún starfað hjá Líkamsræktarstöð Ármanns sem leiðbeinandi og líkar það mjög vel. Hún hefur aldrei farið út fyrir landsteinana að keppa en hún tók þátt í Norðurlandamóti sem var hald- ið hér á landi 1988. Margrét sagði það hafa verið dýrmæta reynslu að fylgjast með þeim bestu á Norður- löndunum og að mæta þeim í keppni. Hún hefur tekið stefnuna á að reyna að komast inn á mót fyrir áhugamenn í vaxtarrækt sem haldin eru á Englandi á hverju ári. „Þá hef ég trú áað maðurgeti bætt sigenn meira meðaukinni reynslu," sagði Margrét. — Er mikill áhugi hjá kvenfólki á íslandi á vaxtarækt? „Alveg frábært að lyfjaprófa þátt- takendur," segir Margrét. „Nei, hann er alltof lítill. Sem dæmi um það er að á síðasta Islands- móti voru keppendur aðeins fjórir í kvennaflokki og ég sé ekki fram á að þær verði fleiri næst. Alltaf rétt eftir mót byrja nokkrar stelpur að æfa, en þegar þær sjá hversu erfið íþrótt þetta er gefast flestar þeirra upp. Kven- MARGRET SIGURÐARDÓTTIR ÍSLANDSMEISTARI í VAXTARRÆKT Texti: Atli Hilmarsson menn í vaxtarrækt þurfa t.d. að æfa meira heldur en karlmenn." — En er ekki alltaf mikið af fólki sem fylgist með íslandsmótinu? „Jú, en flestir koma nú aðeinstil að hneykslast og finnst þetta allt mjög ógeðslegt. Það skilar sér a.m.k. ekki hjá konunum í fleiri þáttakendum í íþróttinni." — Nú hefurveriðákveðiðaðlyfja- prófa alla þáttakendur á næsta Is- landsmóti, breytir það einhverju? „Mér finnst það alveg frábært að þessi próf muni fara fram, þvíað þáer hægt að hreinsa sig af öllu tali um lyfjamisnotkun. Allir sem skara fram úr fá þær ásakanir á sig. Þaðer einnig mjög gott að venjast þessu ef maður fer erlendis að keppa. Þar er þetta al Is staðar gert." 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.