Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 35

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 35
um greinum og það minnkar vitan- lega heildarárangur hans." — Hverjar eru þínarveiku hliðar? „Égerekki nógu handleggjalangur og á því í erfiðleikum með að taka upp þunga, hnöttótta steina. Yfirleitt gengur mér vel með fyrstu fjóra stein- ana og næ bestum tíma með þá — en fimmti steinninn hefur verið að gera mér lífið leitt. Það Iiggur við að mað- > ur þurfi að fara í lengingu til Síberíu." — Er ekki ómeðvitaður rígur á milli ykkar Hjalta og Jóns Páls? STERKASTUR í HEIMI í ÁRATUG?? „f keppni er barist af krafti og ekk- ert gefið eftir fyrr en skinn rifnar úr lófunum. Það er það eina sem stopp- ar mann. Þegar við erum ekki að keppa er góður vinskapur okkar á milli. Annars æfi ég í GYM 80 hjá Jóni Páli og við æfum saman." — Má ekki alveg eins reikna með því að þú haldir titlinum „sterkasti maður heims" næsta áratuginn úr því þú ert ungur, hraustur og metnaðar- gjarn? „Jú, ég held það bara," segir Magn- ús Ver alveg kaldur og stekkur varla bros. „Ef ég slepp við meiðsl i á ég að geta verið ífremstu röð nokkuð lengi. Annars skjóta nýir menn upp kollin- um af og til í þessu sporti. A mótinu um daginn voru sex nýliðaren aðeins tveir voru líka með í fyrra." — Er það takmark hjá þér að stíga út úr skugga Jóns Páls? „Eigum við ekki að segja að við Jón Páll séum jafnfætis á þessu sviði sem stendur. En ég er búinn að stíga fram úr honum sem kraftlyftingamaður. Við Jón Páll erum miklir mátar og hann er frábær keppnismaður. Eg vona sannarlega að hann nái sér af meiðslunum og rífi sig upp í sitt gamla form. Það hefur aldrei verið neinn rígur á milli okkar." — Þarf ekki æsing, skap og djöf- ulgangtil þess að ná þessum árangri? „Eflaust þarf þess í og með," segir Magnús yfirvegaðri en nokkru sinni fyrr. „Ég er þó sjaldnast mjög hávær. Eg sest bara niður í mitt horn og ein- beiti mér. Það hefur gefist best, hing- að til." — Hversu mikið er hægt að leggja áeinn mannslíkama? Magnús Ver í öruggum höndum eiginkonunnar Lilju og Maríönnu dóttur þeirra. „Það er óreynt. Ég geng eins langt og hægt er. Einhverju sinni var sagt að beinagrindin ætti að geta staðið undir heilu tonni. Veikasti punktur- inn eru mjaðmirnar. Égá best400 kg í hnébeygjum þannig að það er langt í tonnið! Til samanburðar á O.D. Wilson best 470 í hnébeygjum, sem er heimsmet, en hann er líka 200 kg maður." — Er það fjarlægur draumur að lyfta slíkri þyngd og setja heimsmet? „Já, eins og staðan er í dag. Ég þarf að þyngja mig töluvert til þess að ráða við slíkar þyngdir. Það er ekkert ómögulegt í þessum heimi." — Hvað tekur nú við þegar þú er búinn að ná aðaltakmarkinu — að verða sterkasti maður heims? „Núna fer maður að æfa eins og skepna. Ef fram heldur sem horfir keppi ég líklega á mörgum mótum erlendis á næsta ári. Ýrnsir forkólfar kraftakeppna sýndu mér mikinn áhuga úti á Kanaríeyjum — þar af einn frá S-Afríku. Sá vill fá mig til að keppa á móti þar. Það kemur að ein- hverju leyti í Ijós í vetur hvað næsta ár ber í skauti sér." Eins og áður sagði ólst Magnús Ver upp úti á landi en hann flutti 21 árs gamall til Reykjavíkur til þess að geta æft af fullum krafti. En hvað skyldi koma fyrst upp í huga hans þegar hann hugsar um æskuárin. „Ætli það sé ekki sjórinn. Ég var alltaf í svo mikilli nálægð við sjóinn þótt ég gerði minna af því að vera á sjó. Ég var reyndar eina vertíð á Kára frá Tálknafirði og var ein af fiskifæl- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.