Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Side 36

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Side 36
Magnús Ver þarf ekki að vera fjórhentur til þess að bera af í heiminum í aflraunum því hann veit ávallt hvað klukkan slær þegar kraftakeppnir eru annars vegar. unum um borð því það veiddist ekk- ert." Fyrir austan byrjaði Magnús Ver í boltaíþróttum einsog svo margiraðr- ir. Hann segist hafa stundað fóbolta, handbolta og körfubolta á sínum yngri árum en aldrei fundið sig íþeim greinum. „Þegar Óskar Sigurpálsson kom til starfa sem lögreglumaður á Seyðisfirði kynntist ég lóðum fyrst. Hann lét panta slatta af lóðum og ég mætti fyrstur á svæðið þegar búið var að koma þeim fyrir. Upp frá því var ekki aftur snúið." Þar sem Magnús missti föður sinn aðeins ársgamall spurði ég hvort hann og móðir hans væru ekki náin. „Því miður sjáumst við ekki nema tvisvar sinnum á ári. Hún býr á Egils- stöðum ásamt fósturföður mínum." — Hversu miklar tilfinningar rúm- ast í svona stórum skrokki? „Ég er ekki tilfinningalaus." — Ertu tilfinninganæmur? „Kannski á sumum sviðum — öðr- um ekki." — Græturðu stundum? „Nei." — Ekki einu sinni þegar þú vannst titilinn á dögunum? „Nei, en konan mín grét." Eiginkona Magnúsar Vers heitir Lilja Bjarnþórsdóttir en þau eiga þriggja ára gamla dóttur sem heitir Maríanna. Magnús og Lilja kynntust í helli — reyndar ekki bara einhverj- um helli en það var trefill í óskilum sem varð tiI þess að þau rugluðu sam- an reytum. „Ég var að vinna sem dyravörður á veitingastaðnum Hellinum við Tryggvagötu þegar ég sá hana fyrst. Við tókum tal saman vegna trefils sem var í óskilum í Hellinum og kvöldi síðar rakst ég á hana á Hótel Borg. Upp frá því höfum við verið í einni sæng." Magnús er nokkuð viss um það að frami hans sem kraftlyftingamaður hefði verið mun skjótari ef hann hefði komist fyrr í kynni við lóðin. Samt sem áður hefur hann tvívegis orðið Evrópumeistari en það er besti árang- ur íslendings í kraftlyftingum. „Skúli Óskarsson setti reyndar heimsmet á sínum tíma en hann varð aldrei heimsmeistari," segir Magnús. „Ann- ars var það skemmtilegast af öllu að ná bestum árangri yfir alla flokka á síðasta Evrópumeistaramóti því það er oft erfitt að skáka „litlu körlunum". Menn fá reiknuð stig miðað við eigin þyngd og hversu miklu þeir lyfta og það er yfirleitt hagstæðara fyrir létta keppendur." íslandsmetin sem Magnús Ver á um þessar mundir eru 5 en 12-14 sinnum hefur hann bætt íslandsmet- in. Þó segist hann ekki vera með það alveg á hreinu. Að auki setti hann fjölda unglingameta, á sínum tima, sem hann kann ekki að þylja upp. Magnús á líka hæsta stigaskor íslend- ings fyrir samanlagðan árangur í kraftlyftingum, sem er 529 stig fyrir það að lyfta 1015,5 kg. Hjalti Úrsus Hf-TEC „ÞÚ SKALT EIGA MIG Á FÆTI" 36

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.