Bændablaðið - 16.07.2020, Qupperneq 18

Bændablaðið - 16.07.2020, Qupperneq 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. júlí 202018 Hallormsstaðaskóli býður nú í fyrsta sinn upp á heilsárs náms- braut í sjálfbærni og sköpun, sem er nám á 4. hæfniþrepi, viðbótar- nám á framhaldsskólastigi eða sambærilegt og diplómunám á háskólastigi. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, segir að friðsælt umhverfi Hallormsstaðaskógar ýti undir sköpunarkraft einstaklinga og leiði þá inn á nýjar brautir. Samhliða almennu skólastarfi stendur Hallormsstaðaskóli fyrir MasterClass námskeiðum, þar sem sérfræðingar koma og leiðbeina hver á sínu sviði, fjölbreyttum námskeið- um og fræðslu í samstarfi við fyrir- tæki og stofnanir. Að auki stendur skólinn fyrir opnu húsi reglulega, málstofum og vinnustofum í sam- starfi við ýmsa aðila. Traustari grunnur Bryndís fagnar því að rekstur skól- ans er nú á traustari grunni en áður. Verkferlar hjá mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu varðandi þjónustu- og rekstrarsamning við skólann eru að taka breytingum til batnaðar. Hún nefnir þar helst lengri samningstíma en áður og því þurfi ekki að endurnýja samning á hverju ári með tilheyrandi vinnu beggja aðila. Hallormsstaðaskóli á sér langa sögu, hann hefur verið starfandi í næstum 90 ár, fyrsta skólasetningin var 1. nóvember 1930. „Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, er okkur mikil fyrirmynd og námskrá skólans frá stofnun hans höfð að leiðarljósi í áherslubreytingum í námi skólans,“ segir Bryndís. Námið var tveggja ára metn- aðarfullt nám þar sem nemend- ur útskrifuðust með hæfni til að stýra stórum búum, hvort sem var í rekstri, matseld eða textíl, ásamt því að læra heilbrigðisfræði og að geta tekið á móti börnum. Nú bæru nemendur þessa náms marga mis- munandi starfstitla og því leggjum við áherslu á að mennta nýja kyn- slóð fagfólks sem getur unnið þvert á fræði og faggreinar,“ segir hún. Sjálfbærni út í gegn Bryndís segir að rauði þráðurinn í starfi skólans sé sjálfbærni. „Í náminu fléttast saman nýting og meðferð hráefna hér á árum áður, viðurkenndum vinnsluaðferðum og hvernig neysla okkar er nú um stundir. Af mörgu er að hyggja og hvert skref, hvert spor, skiptir máli,“ segir hún. Í líftextíl er lögð áhersla á nátt- úrulegar og vistvænar aðferðir, t.d. jurtalitun, jurtaprentun, kennslu í vefjarefnafræði og uppruna hrá- efna. Nýjungar eru líftextílefni og bakteríulitun, sem er heillandi heimur fyrir þá sem hafa áhuga á efnafræði. Síðan tvinnast saman fræðin og framkvæmd í kennslu í textíl, t.d. í vefnaði, saumum, tóvinnu og prjón. Unnið með staðbundið hráefni Matarfræði byggist líka upp á efnafræðiþekkingu en hér áður fyrr var kennd matarefnafræði. „Við nýtum okkur matarkistu Austurlands og vinnum mikið með staðbundið hráefni,“ segir Bryndís, en Hallormsstaðaskógur býður upp á gómsæta uppskeru á haustin, villt ber og sveppi. Hversu sjálfbær erum við? „Mikil vitundarvakning hefur verið meðal þjóðar á að velja íslenskt og lífrænt hráefni í matargerð og fögnum við þeirri þróun. Okkur þykir einnig áhugavert að vinna með áskoranir, eins og hvað gerist ef landið lokar og hversu sjálfbær erum við,“ segir Bryndís. Hægt er að nálgast allar upplýs- ingar um skólann, námið og væntan- leg námskeið á heimasíðu skólans, www.hskolinn.is /MÞÞ Það fer vel um þig í vinnufatnaði frá Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna LÍF &STARF Hallormsstaðaskóli: Skólinn í skóginum – Boðið upp á heilsárs námsbraut í sjálfbærni og sköpun Hallormsstaðaskóli á sér langa sögu, en 90 ár verða í vetur frá fyrstu skólasetningu. Myndir / Hallormsstaðaskóli Í líftextíl er lögð áhersla á náttúrulegar og vistvænar aðferðir, t.d. jurtalitun, jurtaprentun, kennslu í vefjarefnafræði og uppruna hráefna. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla. Hallormsstaðaskóli nýtir sér matarkistu Austurlands. Ungar konur sækja fram í tækniheiminum Smart Solutions er íslenskt sprota- fyrirtæki sem vinnur að stafrænni væðingu hversdagsleikans með því að þróa lausnir sem snúa að hagræðingu á þjónustu ríkis og sveitarfélaga við almenning. Fyrsta lausn fyrirtækisins er útgáfa á íslenskum ökuskírteinum á rafrænu formi. Fyrirtækið fékk á dögunum styrk frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði námsmanna og hefur í kjölfarið ráðið inn í teymið fimm ungar konur með það að leiðar- ljósi að sækja fram í tækniheimin- um. Stofnendur Smart Solutions eru feðginin Þórdís Jóna Jónsdóttir og Jón Jarl Þorgrímsson, en þau hafa þróað tæknilausnir síðustu tvö ár sem snúa að stafrænum pössum og veskis appi. Í janúar 2020 gekk Edda Konráðs- dóttir til liðs við Smart Solutions og sér hún um viðskiptaþróun fyrirtæk- isins. Nú stækkar teymið enn á ný þar sem fimm ungar konur ganga til liðs við Smart Solutions, þær Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir og Vaka Njálsdóttir sem sölu- og markaðs- fulltrúar og þær Andrea Skúladóttir, Helga Lárusdóttir og Katla Rún Arnórsdóttir sem forritarar. /MHH Starfsmenn Smart Solutions, frá vinstri, Helga Lárusdóttir, Katla Rún Arnórsdóttir, Þórdís Jóna Jónsdóttir, Jón Jarl Þorgrímsson, Vaka Njálsdóttir, Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir, Edda Konráðsdóttir og Andrea Skúladóttir.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.